Leita í fréttum mbl.is

Frú Ragnhildur magister í norrænum fræðum. III. hluti.

    Íbúð frú Ragnhildar var á efstu hæð í fjögurra hæða blokk og hafði sameiginlegan inngang með íbúðunum á hæðunum fyrir neðan.

Þegar Arnkell kom, ásamt Gretti, Þórólfi, Hallgerði og Arnkatli hinum unga, að dyrum íbúðar frú Ragnhildar, hófu þau að hnusa vel og vandlega af samskeytum stafs og hurðar til að kanna hvort einhverja torkennilega lykt legði að innan. Dóttirin Hallgerður, sem kvaðst lyktnæmust þeirra allra, lagðist meira að segja á gólfið og þefaði meðfram þröskuldinum. Svo stóð hún upp náföl og tilkynnti, að það væri örugglega stæk ólykt innan við hurðina. - Við verðum að komast inn undir eins, lagði Grettir til og tók nokkur skref afturábak, rak undir sig hausinn og hjóp á hurðina af öllu afli, með hægri öxlina á undan.

Það kvað við ægilegt brak og brothljóð, þegar hurðin og hurðarkarmarnir létu undan, svo glumdi í niður allan stigaganginn.

Svo þurstu þau inn.

Hallgerður leitaði þegar í stað uppi svefnherbergi móður sinnar því hún var kjarkmikil kona og ódeig við allt sem á vegi hennar varð.

Neineineineinei!!! orgaði Hallgerður upp yfir sig af undrun og skelfingu þegar hún sá hvað var á seyði í svefnherberginu. Karlpeningurinn kom að vonum þjótandi á vettvang og staðnæmdist í dyrunum að svefnskála frú Ragnhildar. Það trúði enginn sínum eigin augum. Gat þetta virkilega verið? Arnkatli eldri varð svo mikið um, að kjálkavöðvar hans lömuðust og hakan seig viðstöðulaust niður á bringu; honum hefði ekki brugðið meir þó frú Ragnhildur hefði legið myrt og kasúldin í rúmi sínu ...

 

(Framhald síðar)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband