Leita í fréttum mbl.is

Endurvarp af draugagangi frá síðmiðöldum

fundur.jpgÞað ber nýrra við ef þörf er á framhaldsskólum í Hafnarfirði. Þessvegna virkar fundur um stöðu framhaldskóla í Hafnarfirði eins og endurvarp af draugagangi frá síðmiðöldum. Og hvernig á því stendur, að menntmálaráðherra skuli láta narra sig á slíkan fund er sannast sagna fáheyrður andskoti.

Að vísu kemur fram, haft eftir einhverri Öldu Áskelsdóttur, að fundargestir hafi verið með hita, eiginlega fárveikir til líkama og sálar, verið með óráði og talað tungum. Menntamálaráðherrann virðist hafa smitast af hitasóttinni um leið og hann gekk í salinn, því hann tók að sögn þátt í óráðshjalinu með hinum dauðsjúku Hafnfirðingum eins og hann væri innfæddur.

Þó bar það til tíðinda á fundinum, að einn maður talaði af viti. Það var Indriði Handreður, enda er hann búsettur í Kópavogi en ekki Hafnarfirði, fóstraður upp við kné Gunnars I. háyfirborgarstjóra Kópavogsbæjar og marghertur í ólgusjó Goldfingers. Indriða Handreði mæltist á þá leið, að ekki myndu Hafnfirðingar betrast hætishótt þótt þeir fengju framhaldsskóla í bæinn; þeir ættu að hundskast til að lyfta höfðum sínum uppúr malbikinu og til himins og þakka fyrir að hafa barnaskólann Flensborg og álverið í Straumsvík, meiri fræðslu hefðu þeir ekki gott af. Einnig hvatti hann innbyggjara Hafnarfjarðar til að endurreisa síðutogaraútgerð í bænum, því fátt hefði verkað eins vel á Hafnfirðinga og síðustogarar mannaðir horskum sveinum um og innan við fermingu.

En Hafnfirðingar kunnu því miður ekki að meta málflutning Indriða Handreðs, lögðu á hann hendur og köstuðu undargestir fóru honum útum glugga á fundarsalnum.

Þegar Handreðurinn var úr húsi, tók menntamálaráðherra enn til máls og flutti þingheimi erindi um sjóðinn G9 og hina ósýnilegu hönd markaðarins og róaðist þá múgurinn svo um munaði. Fór svo að lokum, að fundargestir fóru alsælir heim og með öllu búnir að gleyma tilefni samkomunnar.
mbl.is „Létum í okkur heyra“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband