Leita í fréttum mbl.is

Það er afar vandasamt verk að handtaka kvenmann í annarlegu ástandi

verkf.jpgÞað er sannarlega vandasamt verk að handtaka blindfullann kvenmann, það sannaðist best þegar lögreglan hugðist járna Máríu Borgargagn fyrir þjófnað á bifreiðarverkstæði við Smiðjuveginn í Kópavogi. Tildrög málsins voru á þá leið, að Máría Borgargagn kom fótgangandi í annarlegu ástandi á umrætt bifreiðarverkstæði og hnuplaði þar loftlykli sem hún stakk inná sig bera. Viðgerðakarlarnir á verkstæðinu sáu til Máríu og gerðu lögreglunni viðvart. Tveir lögregluþjóna komu á vettvang og fundu Máríu von bráðar í næstu götu og hugðust taka hana höndum. En Máría Borgargagn er engin smákerling. Skjótráð dró hún hinn þjófstolna loftlykil, volgan uppúr nærbuxnastreng sínum (Máría var aldrei þessu vant í nærbuxum) og steinrotaði báða lögregluprjónana með honum. Að því loknu fór hún sína leið, glöð og óð eftir vel unnuð dagsverk.

Þegar verðir laganna röknuðu úr öngvitinu, ruku þeir beina leið á bifreiðarverkstæðið, þar sem Máría hafði stolið loftlyklinum, og handtóku alla bifreiðavirkjana fyrir að hafa ginnt þá útí lífshættulegar aðstæður af litlu tilefni.
mbl.is Viðurkenndar handtökuaðferðir ógiltar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband