Leita í fréttum mbl.is

Efnilegasti sonur borgarastéttarinnar

mafia2.jpgSnemma beygist krókurinn að því sem verða vill. Það er nú upplýst að unglingaskríllinn í Sogamýri, undir forsæti þrettán ára verðandi landsstólpa, voru félagar í barnadeild Heimdalls, sem kölluð hefur verið Fool jugend.

En það er aðdáunarvert hve hinn 13 ára efnispiltur gekk einarðlega til verks, bæði hvað varðar veisluna og sjálfa og viðskifti hans við lögregluna. Það er augljóst að svona drengur hefur verið alinn upp við að hann eigi allt og megi allt, en það er einmitt grundvallarhugsunarháttur allra sannra Sjálfstæðismanna um leið og þeir komast uppúr vöggunni.

Þegar ég heyrði fréttina af drengnum djarfa og efnilega úr Fool jugend og Sjálfstæðisflokknum rifjaðist upp fyrir mér eftirfarandi ljóð þjóðskáldsins, en það fjallar alltso um annan efnispilt að hitta, sem síðar varð lögreglustjóri:

Hann litli Jón skaut Gunnu systur sína
af sextán skrefa færi og tókst ða hitta,
þá sagði móðir hans, hún stóra Stína:
,,Sá stutti verður einhvern tíma skytta."
mbl.is Samkvæmi 13 ára pilts leyst upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband