Leita í fréttum mbl.is

Þá skulum vér, fyrst Grænlendingar vilja ekki

dog1Núnú, fyrst Grænlendingar eru of huglausir til að reiða hundakjöt til sölu í verslunum skulum vér Íslendingar taka af þeim ómakið, slátra hundum vorum, verka þá og koma þeim fyrir í kjötborðum bestu matvælaverslanna vorra.

Svo er sælkerar vita, er kjöt af hundum ákaflega ljúfengt, einkum kjöt af rottuhundum og labradorum. Í veislum íslenskra góðborgara eru niðursneiddir rakkar, maríneraðir og sykurgljáaðir alltaf á boðstólum, ásamt skyldugu hvítvíni og kókaíni. Manni, sem étið hefr sig belgsaddann af fimmvetra tíkarkrofi, fengið sér kókí nös og franskt eðalhvítvín, líður eins og hann sé kominn til Hymmnaríkis og sitji á hægri hönd Guðs.

Því miður erum vér Íslendingar einlægt of seinir að hugsa, sem aftur á sök á því, að ekkert hundakjöt verður á boðstólum um þessi jól, nema einstaka hundaeigandi taki sig til og varpi heimilishundinum í steikaraofninn, á sama hátt og Gréta litla hrinti Norninni i ofninn hér um árið.

En fyrir næstu jól, næstu jól skohh, verður væntanlega gnótt hundakjöts á boðstólum, reykt, saltað, hakkað, ferskt, gramdmarínerað, grafið og kæst. Þá verður sælkerum vorum lífið glatt og unaðslegt.
mbl.is Óvíst hvort hundakjöt ratar í verslanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband