Leita í fréttum mbl.is

Héraðsbrestur - Snör handtök - Berjumst til síðast blóðdropa

hang6_1223796.jpgAðeins eitt orð er til yfir hina skyndilegu afsögn Páls Magnússonar menningarfrömuðs: Héraðsbrestur.

Öll þjóðin sameinast nú í sorg vegna hvarfs Páls Magnússonar úr Útvarpshúsinu og fjölmargir, sem eiga um sárt að binda vegna þess arna, sitja nú á salernum sínum með bullandi niðurgang sökum taugaálags. Öll menning þjóðarinnar er í uppnámi, helsti menningarviti hennar hrokkinn af stalli. Nú ríður á að Flokkurinn verði snar í snúningum og geri Hannez Holmstone Gizzurarsón að næsta útvarpsstjóra, eða frú Ingveldi, eða Óla Apakött. Um fleiri er ekki að ræða.

En svo undarlega sem þáð hljómar, þá kættist skríllinn á götunni við brotthlaup Páls og talar í véfréttastíl um að nú verði að reka flóttann. Hinn skítugi götuskríll, sem svívirti Gjeir Haaardý og fleiri góða menn í þessu svokallaða Hruni, ætla að heimta að eitthvert kommúnistagerpi verði útvarpsstjóri og hafa í heitingum að beita ofbeldi til að svo verði. En vér hvítliðar munum berjast til síðasta blóðdropa gegn því að svo verði ekki.
mbl.is Páll hættir sem útvarpsstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband