Leita í fréttum mbl.is

Verkafólk á að fella þennan smánarsamning og fylgja því eftir með að taka til í verkalýðshreyfingunni

xb1_1224196.jpgFramsóknarmaðurinn Björn Snæbjörnsson, sem hin kolsvarta gamansemi örlaganna gerði að foringja landssambands verkafólks, er að sjálfsögðu ,,nokkuð ánægður" með kjarasamnigana sem hann var að undirrita með öðrum stéttarsvikurum fyrir hönd mjög illa launaðra verkamanna. ,,Nokkuð ánægður" í þessu samhengi, þýðir auðvitað, að þessi sjálfumglaði húskarl Framsóknarmaddömunnar er hæst ánægður með samningana og væntir þess af einlægni, að húsbændur hans klappi honum vinsamlega á kollinn fyrir vikið. Svona er nú baráttuandinn í forystusveit landssambands verkafólks og hefur lengi verið. alltof lengi. Næsta skref Björns framsóknarmanns og hinna þrjótanna, sem fara með umboð verkafólks í kjarasamningum, verður svo að hræða blásnauðan verkalýðinn til að samþykkja fyrirliggjandi samninga með lygum og þvættingi um að Verðbólgugrýla og Stöðugleikaleppalúði komi og éti þau öll upp til agna ef þau samþykki ekki þá smánarsamninga sem að þeim eru réttir.

Já, Birni Snæbjörnssyni innvígðum húskarli í söfnuði Framsóknarmaddömunnar munar lítið um að vinna skítverkin fyrir óaldarhjörð Framsóknarflokksins, sem óð um landið þvert og endilangt á árunum 1995 til 2007 með allrahanda ránskap og gripdeildum uns efnahagslíf þjóðarinnar lagðist á hliðina um skeið. Honum finnst greinilega ekki nóg, að mjög illa launað verkafólk hafi orðið fyrir búsifjum vegna óhæfuverka glæpasamtakanna Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, heldur vinnur hann öllum árum að því að verkafólkið borgi að fullu skaðann, sem téð glæpasamtök ollu.

Nú stendur verkafólk frammi fyrir tveimur kostum, annarsvegar að samþykkja framsóknaríhaldssamning Björn Snæbörnssonar og félaga, eða hrinda árás verkalýðsforstjóranna með því að fella samninginn. Það ætti að vera auðvelt val.

Verkafólk á skilyrðislaust að fella þennan samning og fylgja þeirri ákvörðun eftir með því að reka ódrætti á borð við Björn framsóknarmann, Kristján í Keflavík, Sigurð Bessason í Eflingu og Gylfa Arnbörnsson og þeirra taglhnýtinga af höndum sér í eitt skifti fyrir öll. Það þarf að binda endi á það undarlega óeðli, að fátækt verkafólk hafi svikula stéttarsvikara og andlegar eyðimerkur á framfæri sínu til að gera kjarasamning eftir kjarasamning í þágu svartasta afturhaldsins meðal atvinnuekenda og pólitískra glæpasamtaka yfirstéttarinnar. En það eru einmitt hið fátæka verkafólk, sem borgar að sínum launum Birni og félögum þau háu laun, sem þeir hafa komist upp með að skammta sér.
mbl.is Uppskrift að öðrum samningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband