Leita í fréttum mbl.is

,,Góðmennska og gjafmildi" auðvaldspervertanna er eitthvað sem þarf að vara sig á

auð1,,Þú ert svo vitlaus að það er næstum frágangssök að tala við þig, sagði vinur hans. Þú kemur altíeinu upp með eitthvað sem þú þykist halda fram. og svo þegar farið er að spyrja þig, þá veist ekkert hvað þú átt við eða um hvað þú ert að tala. Þú segir Pétur Þríhross er ekki vondur maður, ég segi gott og vel, hver heldur því fram að hann sé vondur maður. Hér á Sviðinsvík eru til þrjár tegundir af vondum mönnum, það eru hjallþjófar, kjaftforir fylliraftar og kvennamenn sem eiga krakka á kostnað skattþeganna. Enginn þeirra stelur neinu frá fátæklíngum né lýgur að þeim. Saklausari fyrirbrigði eru ekki til í okkar hreppsfélagi en vondir menn. Ef ég ásakaði Pétur Þríhross fyrir að vera vondan mann væri ég fífl. Ég ásaka hann fyrir að vera góðan mann, kærleiksríkan mann, göfugmenni, andlegan frömuð, mentavin, trúarhetju og hjálparhellu fátækra skálda."

,,Hún hnipraði sig bara í kuðúng undir druslunum sínum, með hnén uppað höku, og þannig lá hún í myrkrinu og kuldanum í tvö ár og gleymdist þángað til hann Jón gamli morðingi drapst. Þegar beituskúrinn var rifinn að honum dauðum, drógu menn þetta krepta dýr frammúr búrinu og ýmsir sem sáu hana skoruðu á yfirvöldin að koma henni fyrir á geðveikrahæli. En þegar læknirinn og hreppsnefndin höfðu skoðað og sannfærst m að það væri ekki hægt að rétta úr henni framar, þá skömmuðust þeir sín svo fyrir hana að þeir horðu ekki að senda hana burt af eiginni. Þeir höfðu svo fínar tilfinningar að þeir komu sér ekki að því að láta aðra sjá hvað góðir menn sem stjórna hreppsfélagi geta gert úr einni manneskju, aðeins ef þeir eru nógu góðir, nógu kærleiksríkir og göfugir, nógu miklir andans frömuðir og mentavinir, nógu miklar trúarhetjur og hjálparhellur fátækra skálda. Svo þeir létu sér nægja að slá upp bás handa henni í baðstofuendanum í Skálholti."

(Höf: Halldór Laxness - Heimsljós)

xd7_1224197.jpgMunið að vara ykkur á ,,góðmennsku og gjafmildi" auðvaldsperverta sem ráða yfir örlögum heilla byggðarlaga. Reynið heldur að losa ykkur við slík góðmenni og menningarvini. Uppúr sauðargærunni sem þeir sveipa sig, teygja úlfseyru villidýrsins sig sem ættu ekki að villa á sér heimildir í augum alþýðunnar.
mbl.is Samherji veitir 80 milljónir í styrki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband