Leita í fréttum mbl.is

Svona afglöp fremja aðeins beinasnar og fúskarar

kol4Ansi athyglisvert, að sjúklingur á leið á sjúkrahús skuli á einu andartaki breytast í fanga á miðri leið. Hver ætli hafi séð um þá sjúkdómsgreiningu? Það er vægast sagt stórbrotið, að enn í dag sé verið að vista sjúklinga í fangelsi. Og þó svo að sjúklingurinn hafi orðið óður í sjúkrabílnum og lamið sjúkraflutningamanninn, þá er það engin afsökun fyrir því að loka hann inni í fangaklefa, þessháttar afglöp fremja einungis beinasnar og fúskarar. Svo heimskulegar aðfarir sem þessar eiga einungis heima í skáldsögum á borð við Góða dátann Svejk en ekki í raunveruleikanum á Íslandi árið 2014. En því miður er hætt við að sjúklingar séu færðir í fangelsi í landi þar sem fáránleikinn og ófyrirleitnin nær þeim hæðum að Páll Magnússon var dubbaður uppí útvarpsstjóra á Ríkisútvarpinu, Björgólfi Guðmundssyni gefinn ríkisbanki, Sigmundur Davíð gerður að forsætisráðherra, Vigdís Hauksdóttir að formanni fjárlaganefndar og hrunsdrasl auðvaldsins endurreist í ríkisstjórn.
mbl.is Réðst á sjúkraflutningamann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband