Leita í fréttum mbl.is

Tannlausasti hvolpurinn lætur ekki segjast og skrifar óskiljanlegt fýlubréf

xb6_1226178.jpgÞað þýir nú lítið fyrir tannlausasta hvolpinn úr Framsóknarfjósinu að skrifa bréf til innanríkisráðuneytisins, einfaldlega vegna þess að þar á bæ skilja menn hvorki hvolpaskrift né hvolpatungutak. Þar fyrir utan verða starfsmenn ráðuneytisins fljótir að fleyja þessu bréfi útum næsta glugga sökum framsóknarmykjufýlunnar af bréfsefninu.

Til viðbótar er innanríkisráðherra svo önnum kafin við að berjast við Reynir Traustason skipstjóra á DV, að hún hefur engann tíma aflögu til að stauta sig fram úr illa þefjandi lesmáli frá tannlausum framsóknarhvolpi.

Annars hélt ég að sá frómi framsóknarmaður, Kolbeinn Kolbeinsson skrifstofustjóri og meðlimur skuggastjórnar Framsóknarflokksins, hefði tekið umræddan hvolp upp á skottinu í morgun, löðrungað hann og kaffært í jökulköldu vatni, til að venja hann af tilefnislausu spangóli. Það er augljóst að sú typtun hefur ekki skilað tilætluðum árangri fyrst hvolpskepnan þaut beina leið í fjósflórinn til að skrifa bréf til ráðherra.

Á næsta bæjarstjórnarfundi í Kópavogi má búast við stórkostlegri skemmtun. Því þá má búast við, að sjálfur yfirborgarstjórinn, Gunnar I. Birgisson, taki hvolpana Manna litla og Omma Steff báða upp á skottinu og slái þeim svo hressilega saman að það dugi þeim næstu misserin.

En vel á minnst: Hvað hefur orðið um hið undursérstæða íhaldsframsóknarkratafyrirbæri Óla Góða, sem síðast þegar ég vissi sat í bæjarstjórn Kópavogs fyrir VG? Vonandi hefur þetta náttúrundur ekki hrotið ofaní ókleyfa hraungjótu eða skolað á haf út í illviðrakaflanum um daginn.
mbl.is Ráðuneyti úrskurði um lögmæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband