Leita í fréttum mbl.is

Þetta uppátæki minnir á þegar slordónarnir á síðutogaranum voru blindfullir

drunk6Þetta uppátæki leikaranna minnir á þegar slordónarnir á síðutogaranum frá Reykjavík voru blindfullir úti á sjó og slöfruðu í sig matinn á lestarlúgunni af því að kokkurinn vildi ekki hleypa þeim inní borðsal.

Það hafði nefnilega verið mikill glaumur og gleði um borð í togaranum á útleiðinni og gerðu menn margt fallegt sér til skemmtunar og unaðarauka. Um það bil sem veislugnýrinn náði hámarki tókst svo slysalega til, að nokkrir hásetanna tóku sjálfan mataveininn og aðstoðarkokkinn og neyddu þá til kynferðislegra athafna, en þá var togarinn kominn út á Halamið og slóaði þar uppí ölduna, því það var komið að þeim þætti veiðiferðarinnar að bíða eftir að færi að renna af mannskapnum svo hægt væri að hefja veiðar.

Þegar brennivínið uppdrukkið og allar töflurnar étnar, var trollið loks látið fara og allt datt í dúnalogn. En þá tók annað vandamál við og lítið betra: yfirmatreiðslumeistarinn var enn ofsareiður vegna hinnar svívirðilegu meðferðar sem hann og aðstoðarmaður hans höfðu orðið fyrir, og lokaði, með fulltingi aðstoðarkokksinns, borðsalnum fyrir dekkjöxlunum. Þess í stað slakaði hann matnum í skópfötu útum einn brúargluggann og máttu hásetarnir gera sér að góðu allan túrinn, að nota lestarlúguna fyrir matarborð og slafra þar í sig kræsingarnar, sem matsveinninn var svo hugulsamur að elda fyrir þá.
mbl.is Snæddu kvöldverð á stóra sviðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þér bregst ekki bogalistin frekar en fyrri daginn.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 2.3.2014 kl. 20:27

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Jóhannes Ragnarsson, 2.3.2014 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband