Leita í fréttum mbl.is

Glæsilegasta dæmið um frábæran íslenskan stjórnanda

kap.jpgÞorgarður Þorgarðsson skipstjóri er glæsilegasta dæmið um frábæran íslenskan stjórnanda. Snemma á ferli sínum málaði hann sjálfur mynd að Agli Skallagrímssyni og hafði hana uppi á vegg í brúnni hjá sér. Auk þess hafði hann fyrir ofan dýptarmælirinn þjú spjöld sem á voru letruð nöfn Grettist sterka Ásmundarsonar, Gunnars á Hlíðarenda og Þórólfs bægifótar. Sótti hann sér hvern dag innblástur í þessa fornkappa og réri allt hvað af tók hvernig sem viðraði.

Eitt sinn var Valdór Pálsson, fyrrum háseti hjá Þorgarði, spurður að því hvernig stjórnandi Þorgarður hefði verið. - Hann hræðilegur, í einu orði hræðilegur, svaraði Valdór og tárin byrjuðu að streyma niður veðurbarðar kinnarnar á honum. - Þessi djöfull í mannsmynd, hélt Valdór áfram þegar hann var búinn að þurrka sér um augun, - rak okkur eins og hunda útá dekk þótt brotsjóir og hoskeflur æddu stanslaust yfir skipið og lét okkur draga netin þar til allt var búið. Og ef honum þótti ekki ganga nógu vel rak hann byssuhlaupið útum brúargluggann og hótaði að skjóta okkur eins og flækingsketti ef við létum ekki höndur standa framúr ermum. Og á lokadaginn barði hann flesta okkar til óbóta og sagðist drepa okkur ef við mættum ekki í snarhasti þegar hann boðaði til næsta úthalds.

Þegar Valdór var spurður að því hvort þeir hefðu ekki fiskað mikið og hvort hann hefði ekki haft rífandi tekjur þegar hann var með Þorgarði, svaraði Valdór því til, að hann hefði aldrei vitað hvað þeir fiskuðu mikið, en það hefði sennilega verið mikið. Og peninga hefði hann sjaldan séð þrátt fyrir háskann og þrældóminn sem Þorgarður hneppti hann í, því Þorgarður skipstjóri hefði tekið megnið af  hlut skipverja uppí ýmsikonar vanrækslusyndir sem hann demdi á menn við öll hugsanleg tækifæri. - Enda var látið mikið með þennan óvætt innan LÍÚ og hann gerður að sérstökum heiðursfélaga þar á bæ þegar helvítið hætti á sjó, seldi útgerðina og settist að í þjónustuíbúð fyrir aldraða þar sem hann gerði allt vitlaust í hverri viku uns hann var flæmdur úr landi af Félagi eldri borgara og félags- og dómsmálaráðuneytinu.

Hinn mikli fyrirmyndarstjórnandi, Þorgarður Þorgarðsson, tók sig sem sé upp í elli sinni og flúði til Spánar með taugabilaða konu sína og málverkið af Agli Skallagrímssyni og settist að nálægt hóruhúsi einu í grend við höfnina í Barcelónu.
mbl.is 5 leiðir til að vera frábær stjórnandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband