Leita í fréttum mbl.is

Mikil er þeirra ábyrgð

flokkseigendur_786424Auðvitað áttu ESB andstæðingarnir í VG að ganga á dyr þegar ljóst var að þeir höfðu verið kosnir á þing á röngum forsendum. Það er nefnilega borðliggjandi að Steingrímur J., Katrín Jakobs, og hin í flokkseigendafélagi VG, voru búin að svíkja flest sem hægt var að svíkja fyrir ráðherrastóla strax í aðdraganda kosninganna 2009.

En fyrst að Ögmundur og hans fólk létu til leiðast að setjast að ríkisstjórnarborði undir þeim svikum og óheiðarleik, sem Samfylkingin og aumingjarnir í VG voru búin að kokka og þröngvuðu öðrum til að éta, áttu Ögmundu, Jón og fleiri að yfirgefa VG síðsumars 2011 og stofna vinstriflokk, enda var þá orðið ljóst að enginn vinstriflokkur var starfandi hér á landi. En, ónei, í stað þess að fara þá leið, hlunkaðist Ögmundur aftur inní ríkisstjórnina, í fangið á Steingrími, Svavarsfjölskyldunni, Jóhönnu og Össuri.
mbl.is Ögmundur hótaði úrsögn 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er í mikilli einræðis-tísku hjá VG-siðspillingunni, að hæða og niðurlægja þá sem ætla sér að standa við kosningaloforð sín frá árinu 2009!

Og þetta múgæsingslið VG virðist vera bara býsna stolt af að níðast á þeim sem ætla sér með öllum mögulegum ráðum, að standa með sínum kosningaloforðum!

Nú heimtar svikaliðið Villta VG-vinstra og co, að nú skuli verða þjóðaratkvæðagreiðsla, með svikulli talninga-eftirlitsnefnd Villta Íslands!!!

Nú þurfa Píratar og fleiri, að rifja upp sína traustlausu trú á atkvæðagreiðslum, og talningu atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslum á Íslandi!!!

Svei og skömm, öll þið sem talið einungis fyrir elíturáðríki ESB-spillingarinnar!!!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.3.2014 kl. 19:09

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þeir fengu nú aldeilis möguleikann til slíks á árinu 2011 og eitthvað fram eftir haustinu 2012. En það sannaðist sennilega á þessa karla, eins og svo alltof marga aðra, að fátt óttast lilir karlar meira en skuggann af stórri konu!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.3.2014 kl. 01:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband