Leita í fréttum mbl.is

Hann er meiri velgjörðarmaður þjóðarinnar en Pétur Þríhross og Jóhann Bogesen báðir til samans

GlæpamennVið vitum öll, að Sigmundi Dávíð hefur reynst auðvelt að panta pizzur, enda hefir hann pantað etið þá fæðutegund í öll mál hversdags ásamt með frönskum kartöflum og rjóma, en nautahamborgara hjúpaða miklu gúanóremúlaði og smjörklumpum innaní um helgar.

En þó að Sigmundi Dávíð hafi tekist vel upp með að panta pizzur og hamborgara og farið létt með gromsa þessu fóðri ofaní sig, þá er ekki þar með sagt, að óbreyttir meðaljónar eigi auðvelt með að melta skuldareddingu Sigmundar Dávíðs án þess að verða fyrir varanlegu heilsutjóni. Það er eitt með öðru í fyrirhugaðri reddingu, að meðaljóninn sjálfur verður víst að greiða hana með eigin lífeyrissparnaði og eigin sköttum, og sennilega verður hann að setja makann, krakkana, köttinn og hundinn í veð fyrir þessum óverðskuldaða happadrættisvinningi til að þóknast stjórnarherrunum og uppfylla kosningaloforð þeirra.

Það er ekki um að villast, að Sigmundur Dávíð hefur gerst meiri velgjörðarmaður íslenskrar alþýðu en Pétur Þríhross og Jóhann Bogesen báðir til samans. Það eitt og sér er óvéfengjanlegt heimsmet. Hann mun og uppskera í næstu kosningum í samræmi við velgjörðir sínar kynlegar og bjarvættisnáttúru með ógurlega miklu fylgi. Varlega áætlað, ætti ekki að koma á óvart, að Framsóknarflokkurinn fái svo sem eins og 85% atkvæða og Sjálfstæðisflokkurinn afganginn. Þannig mun þjóðin sýna sínum veglyndu gullungum innilegt þakklæti sitt, og má slíkt þakklæti vart minna vera af jafn stórgáfaðri þjóð og Íslendingar vissulega eru.
mbl.is „Auðveldara en að panta sér pizzu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband