Leita í fréttum mbl.is

Mun Framsókn takast að ljúga sig inn á kjósendur einusinni enn?

Það má ljóst vera, að framsóknarþingið nú um helgina, á að vera upphafið að því að ljúga kjósendur á sitt band einn ganginn enn með vænlegri loforðasúpu og glansmyndum á vettvangi fjölmiðla. Þá er greinilegt, að það á að haga málflutningi flokksins á þann veg, að ekki sé með öllu ljóst hvort Framsóknarflokkurinn hafi verið í ríkisstjórn eða stjórnarandstöðu á þessu kjörtímabili. Ég verð að viðurkenna, að ég á bágt með að sjá hvernig Framsóknhetjunum mun ganga að troða oní kokið á kjósendum ,að þessu sinni, að þeir hafi stundað félaghyggju í stórum stíl síðustu árin. Mér kæmi samt ekki á óvart þó það yrði þrautin þyngri þrauthægripínda maddömuna að hafa kjósendur að ginningarfífli að þessu sinni en oftast áður.

Jón Sigurðsson formaður, japplar mikið á þeirri tuggu þessa dagana, að Framsóknarflokkurinn sé "Þjóðlegur félagshyggjuflokkur", íslenskari en allt sem íslenskt er. En meðal annara orða: hvernig myndu þjóðverjar eða engilsaxar þýða frasann "þjóðlegur félaghýggjuflokkur" upp á sín tungumál?


mbl.is Þjóðlendumál ofarlega í huga framsóknarmanna á flokksþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

já ...þeim mun takast það!

..sorry

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 3.3.2007 kl. 20:16

2 identicon

Sá yðar sem sem syndlaus er.................................

Guðmundur Stefánsson (IP-tala skráð) 3.3.2007 kl. 20:18

3 Smámynd: Kristján Pétursson

Með því að ausa peningum úr KB banka,VÍS o.fl.mun þeim takast að ná í nokkur þingsæti.Glansmyndir og hvers konar fyrirgreiðsla er nóg fyrir auðtrúa sálir.Félagshyggja Framsóknarfl.er einnota,sem kastað er eftir kosningar.

Kristján Pétursson, 3.3.2007 kl. 23:58

4 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Það verður að sprengja hvert loforð og hverja lýgi sem glæpafélagið kemur fram með jafn harðan. Það er eina ráðið að skjóta þá í kaf ef þeir svo mikið sem bæra á sér. Þetta er gert með rotturnar og önnur meindýr, bara úða nógu miklu eitri.

Níels A. Ársælsson., 4.3.2007 kl. 00:57

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég held að það sé söguleg nausyn á að kjósendur leggi Framsóknarflokkinn í rúst við næstu alþingiskosningar Síðan verði fyrirbærið gert upp eins og dánarbú hvers annars ólánsgemsa. 

Jóhannes Ragnarsson, 4.3.2007 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband