Leita í fréttum mbl.is

Ríkisstjórnin hyggst til að koma í veg fyrir byltingarstafsemi og frekjulæti gamlingja með lagasetningu

old1.jpgSkjaldan er vargagangurinn langt undan þegar gamlingjarnir blása til fundarhalda. Allir muna eftir uppsteyt öldunganna á Eir fyrir ekki svo alllöngu síðan, útaf einhverjum smámunum. Þar steyptu gamlingjarnir stjórn Eirar af stóli með vopnaðri byltingu, ef ég man rétt, sem ég man. Þá eru þessir svokölluðu eldri borgarar þekktir fyrir ókristilegar, að ég ekki segi bolsévískrar, kröfur á stjórnvöld landsins um að þau fylli vasa þeirra af milljörðum og aftur milljörðum af beinhörðum péééníngum. Pééénínga ætla gamlingjarnir svo að nota að mér skilst til að stunda óhófslíferni á breiðum grundvelli.

En nú mun ríkisstjórnin vera búin að fá yfir sig nóg og uppí kok af frekjulátum og byltingarstarfsemi ábyrgðarlausra öldunga. Ríkisstjórnin hefur sem sé í bígerð, að setja neyðarlög á þennan ósvífna þrýstihóp og koma með þeim inní hausinn á ellilíeyrisþegum, að tilvist þeirra eigi fyrst og síðast að byggjast á því að þeir leyfi framtakssömum og duglegum einkaaðilum að fénýta sig vel og vandlega.

Í samtali við fréttastofu ríkisstjórnarinnar sagði alþingisskörungurinn Óli Apaköttur, sem þá var staddur í veislu að heimili frú Ingveldar og Kolbeins Kolbeinssonar, að frumvarp sem mun þagga niður í gamlingjum í eitt skifti fyrir öll liggi fullbúið á borði ríkisstjórnarinnar og verði lagt fyrir þingið á allra næstu dögum og það keyrt í gegn á hraðbrautarsiglingu.
mbl.is Fjölmennt á fundi FEB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Það er ekki að ástæðulausu að komið er frá stjórnvöldum eða spítölum yfirlysing um að fólk fái ekki að vera sett --- á  lengur en að 80 ára aldri !!!

Erla Magna Alexandersdóttir, 14.4.2014 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband