Leita í fréttum mbl.is

Ópéruöskur virka eins og verið sé að hræra í taugakerfinu á manni með ryðguðu skrúfjárni

jurosing.jpgÞað er afskaplega mikið í það varið að stunda ópéruöskur undir yfirskini listamennsku og kalla þessi ófélegu neyðavein listrænan söng. Ekki er að efa að þeir þarna í Amsturdammi eiga það skilið, að stúlkan Hrafnhildur frá Íslandi skuli stunda sína óhljóðaiðju á tröppunum hjá þeim. En seint skal ég trúa því, að nokkur lifandi maður hafi í raun ánægju af hinum hryllilegu ópum og sargandi veinum sem kennd eru við ópéru. Því sannleikurinn er sá, að hljóðin sem fylgja ópérum virka á allt eðlilegt og sómakært fólk eins og verið sé að hræra í taugakerfinu á manni með ryðguðu skrúfjárni.

Svo hefur frægur meistari sagt á prenti, að það sé tvennt sem ofaukið er í veröldinni, sem sé krabbameini og ópérusöng. Þar hefir meistarinn á réttu að standa. Ópéruöskur er nefnilega mannfjandsamleg uppáfindning, óbrigðult merki um úrkynjun mannfélagsins, í ætt við groddalegar sjálfspíningaróeðli. Það er nú svo.

Það er aftur á móti fólk á borð við frú Ingveldi og Kolbein Kolbeinsson, sem fruktar sig og buktar fyrir ópérunni og fullyrðir að hún sé dásamleg listgrein. Af þeirri staðreynd má endanlega ráða hverskonar djöfulskapur ópéran er í raun og veru.
mbl.is Syngur til sigurs í alþjóðlegri keppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband