Leita í fréttum mbl.is

Kostulegt Silfur.

Ég var núna rétt í þessu að ljúka við að hlusta á Silfur Egils, frá í hádeginu í dag. Þarna voru samankomnir fáeinir einstaklinagar, sem eiga það sameiginlegt að vera að gruflast eitthvað í pólitík.

Er skemmst frá að segja, að hinar stjórnmálalegu umræður snerust að mestu leyti um stóriðju og klám. Ekkert var minnst á kjör almennings, enda ekki við að búast, þátttakendur eru upplýst fólk, sem löngu er þroskað upp úr hversdagsraunum almennings, að maður nefni ekki verkalýðs.

Eitt af því sem vakti undrun mína voru upphrópanir Gvendar Steingrímssonar í þá veru, að stjórnmálaflokkurinn Vinstrhreyfingin - grænt framboð, væri gríðarlega róttækur sósíalistaflokkur. Ekki veit ég af hverju syni fyrrverandi forsætisráðherra dettur slík vitleysa í hug því VG er fráleitt sósíalistaflokkur, hvað þá róttækur. VG er einungis róttækt stjórnmálaapparat á tveimur sviðum. Í fyrsta lagi er VG, soldið róttækt í and-vikrkjanna- og álbræðslumálum, og í öðrulagi er VG blátt áfram öfgafengið í femínisma. Þar með er róttækninni lokið og við tekur hefðbundið miðjumoðshnoð í framsóknarískum anda, þar sem markmiðið með bramboltinu er ríkisstjórnarþátttaka, jafnvel með íhaldinu ef þannig stendur í bólið.

Einhverntímann í síðastliðinni viku heyrði ég karlinn Steingrím J. guma af því í útvarpinu, að flokkurinn hans væri virkilega breiður flokkur, næði langt inn á miðjuna, sem um þessar mundir er ansi langt til hægri. Ekki hef ég hugmynd um, hverskonar undragleraugu það eru sem Steingrímur karl setur upp þegar honum þóknast að horfa yfir hjörð sína. Hitt er deginum ljósara, að breidd VG einskorðast fyrst og fremst við dólgafemínisma, virkjannaþráhyggju, Hjörleif Guttormsson, Kolbrúnu Halldórsdóttur og Svavarsfjölskylduna. Punktur og basta. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Sæll og blessaður, þú ert beittur í skrifum eins og við var að búast. Það er klárlega rétt hjá þér matið á VG, þeir eru ekki flokkur hins almenna verkamanns. Ég bendi þér á kjördæmisþing Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi,  sem haldið verður í heimabæ þínum á næsta laugardag, vonast til að sjá þig þar (öllum opið).

 kv

Eggert

Eggert Hjelm Herbertsson, 5.3.2007 kl. 16:34

2 Smámynd: Einar Sigurjón Oddsson

Heyr  

Einar Sigurjón Oddsson, 5.3.2007 kl. 20:49

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þakka þér fyrir Eggert, það er alls ekki útilokað að ég kíki við hjá ykkur á laugardaginn.

Jóhannes Ragnarsson, 6.3.2007 kl. 06:29

4 Smámynd: gufa

 .Búinn ert að átta þig á að þetta snýst frá upphafi um tvo karla SJ og ÖJ  og þeirra  völd. Springa úr hlátri héðan í frá nefndir snúður og snælda.  það er ótrúlegt að fleiri  hafi ekki áttað sig á því Ástfanginn

gufa, 6.3.2007 kl. 15:36

5 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Hjartanlega sammála varðandi Silfrið síðasta sunnudag.  Það er með ólíkindum hvað mennirnir geta talað út og suður og koma hvergi nálægt því að tala um það sem snertir kjör fólksins í landinu. Ótrúlega pirrandi.    Það á við bæði um Samfylkinguna og VG.  Líka sammála Ármanni um að VG snýst um SJ og ÖJ.  En VG eru ekki feministar þeir þykjast vera það. Þeir eru úlfar í sauðagæru hvað það varðar.  Verst hvað þeir komast langt á því.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 7.3.2007 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband