Leita í fréttum mbl.is

Ósæmileg meðferð á tómthúsmanni

xd7.jpgEkki var svo sem við því að búast, að nokkuð fémætt fyndist í ranni tómthúsmannsins Björgólfs Guðmundssonar, enda hefir sá maður orðið fyrir meiri búsifjum en gerist og gengur á Íslandi. Þessi fyrrum mikli velgjörðarmaður fóksins í landinu og þiggjandi velgjörða Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins, má nú búa við þann kost að hýrast í þurrabúð sinni við álíka knöpp kjör og kotungar á átjándu öldinni í miðjum móðuharðindunum og stórubólu. Það mega heita heimskir menn, sem halda að þeir geti fundið verðmæti uppá 100 milljarða króna á slíku heimili.

En þrátt fyrir ólýsanlega örbyrgð, þá sýndi Björgólfur samt slíkan höfðingskap og örlæti, að hann gaf Fjölskylduhjálpinni síðasta gula bindið sitt fyrir síðustu jól, og kom það í góðar þarfir því sá sem fékk bindið notaði það til að þétta leka á brotinni klósettskál.

Já, það er illa komið fyrir þeirri þjóð, sem lætur sína bestu syni og dætur tuttugustu og fyrstu aldarinnar búa við moldarkofakjör þeirrar átjándu. Þessháttar óréttlæti mun Skaparinn ekki láta órefsað.  
mbl.is Sáralítið til í þrotabúi Björgólfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hvumpinn

Í búinu mun m.a. hafa fundist skuldabréf frá Björgólfi á lífeyrissjóði sem voru í stýringu hjá Landsbankanum. Glæpsamlegt? Mér finnst það.

Hvumpinn, 8.5.2014 kl. 16:02

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hummm ... það hlýtur einhver óráðvandur að hafa komið þessu bréfi fyrir í kofahrófinu hjá Björgólfi, til að koma óorði á þennan blessaða sakleysingja og öreiga.

Jóhannes Ragnarsson, 8.5.2014 kl. 18:28

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ég stóð alltaf í þeirri meiningu að sá sem fékk gula bindið hafi notað það til að hengja sig í ....

Níels A. Ársælsson., 8.5.2014 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband