Leita í fréttum mbl.is

Ekki sama Hanna Birna og Hanna Birna

xd6_1234649.jpgFrú Ingveldur á heiðvirða systir sem heitir Hanna Birna, alveg eins og valdasjúki afturhaldsráðherrann í ríkisstjórn hinna biluðu. Hanna Birna, frúingveldarsystir, er sex barna móðir og býr í sveit, gift Ásláki Hinrikssyni, sem er þvengmjór og langur horkrangi og minnir á fátt annað en bogna veiðistöng.

Í sinni sveit er Hanna Birna bóndi langfremst meðal sinna sveitunga og gengur jafnan um vel vopnuð. Ekki er óalgengt að sjá hana rigsa um sveitarveginn með bæði tvíhleypta haglabyssu og hreidýrariffil á bakinu, kindabyssu og hárbeitta sveðju í slíðri við beltið og spjót úr ryðfríu stáli í hendi. Þannig útbúin ber hún af sér þann traustvekjandi héraðshöfðingjaþokka sem enginn efast um.

Fyrir nokkrum árum, þegar í tísku var hjá fjárglæframönnum og bófum að kaupa bújarðir á uppsprengdu verði, kom gríðarlegur péníngaséff til Hönnu Birnu og Ásláks kranga og bauð þeim morð fjár fyrir býlið þeirra. En Hanna Birna sagði nei og aftur nei og þvert nei. Og Áslákur tók undir með konu sinni, en óttalega dræmt því býr við það böl að vera í endalausri neftóbaksvímu og má vart mæla af þeim sökum. Péníngaséffinn brást hinn versti við þegar honum varð ljóst, að hann fengi ekki jörðina keypta, hvað sem í boði bæri og hóf því skæruhernað til að hrekja þessi lúsugu bændasvín burt úr sveitinni. Hann lét senditíkur sínar kveikja í hlöðunni hjá Hönnu Birnu og Ásláki, skjóta fjárhundinn og brjóta allar rúður í íbúðarhúsi þeirra að næturþeli með grjótkasti. Þar á eftir sendi hann þyrlu sína á loft og lét hana djöflast í 2-4 metra hæð yfir húsþaki þeirra hjóna.

Fyrstu nóttina, sem þyrlulætin dundu yfir, gerðist fátt markvert annað en Hanna Birna og fjölskylda voru illa sofin morgunin eftir. Næstu nótt koma þyrlan aftur og hóf sama leikinn. Þá fór Hanna Birna út á hlað með hreindýrariffilinn og skaut mörgum skotum á flugvarginn sem spillti heimilisfriði hennar. Þegar síðasta skotið hafði riðið af, hófst þyrlan allíeinu til himins. Stuttu síðar sást hvar hún fór að snúast í hringi og slengdist að lokum utaní klettavegg í bæjarfjallinu og sprakk í tættlur. Þar með var fullnaðarsigur Hönnu Birnu yfir fjárplógsmanninum innsiglaður. Af þessu má sjá, að Hanna Birna er ekki það sama og Hanna Birna.
mbl.is Lög um frestun verkfalls samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband