Leita í fréttum mbl.is

Hin siðferðilega hlið á hugsanlegu sambandi dósents við sértrúarsöfnuð

dog1_1235176.jpgMaður er nefndur Hegi Áss og er notaður sem dósi við lagadeild Háskóla Íslands. Helgi þessi hefir þókt býsna hallur undir auman sértrúarsöfnuð og hvimleiðan og hefir nú sú meinta hollusta orðið til þess, að dósinn fann sig tilknúinn að höfða dómsmál á höndur útgerðarmanninum Jóni Guðbjartssyni, sem er einn ágætur alþýðumaður þar vestra og rækjukóngur.

Það má á blessuðum litla dósanum skilja, milli gráthrina hans og ekkasoga, að Jón rækjukóngur á Ísafirði hafi talað illa um hann og sértrúarsöfuðinn ógeðslega og hrært honum svo rækilega saman við sértrúarsöfnuðinn, að ógerningur var fyrir ókunnuga að vita hvað var sértrúarsöfnuður og hvað var dósentinn. Til að finna leið útúr þessum hildarleik tók Áss dósi til bragðs að afneita sértrúarsöfnuðinum, alveg eins og þegar Pétur postúlónn afneitaði Jesú á ögurstund, og stefna Jóni Guðbjartssyni og heimta af honum tvær milljónir af krónum, því orð Jóns vóru dýrt kveðin undir bragarhætti aldýrunnar.

Nú vaknar sú áleitna spurning, hvort einhver flugufótur sé fyrir því að dósinn Áss hafi á einhverjum tímapunkti verið handgenginn fyrrnefndum sértrúarsöfnuði og hvort sá vinskapur hafi ekki verið eingöngu á ábyrgð dósentsins og sértrúarsafnaðarins og Jóni Guðbjartssyni öldungis óviðkomandi í alla staði. Sé þannig í pottinn búið, væri nær fyrir dósentinn að stefna sjálfum sér og sértrúarsöfnuðinum, en láta Jón Guðbjartsson alþýðumann og ræðkjukóng á Ísafirði í friði.

Svo segir á fornum bókum, að aldei verði sá kenndur þar sem hann kemur ekki. Hafi nú Helgi Áss dósent aldreigi komið í samkunduhús sértrúarsafnaðarins né stundað bænastundir með meðlimum hans, hvorki utan dyra eða innan, hefir hann hreinan skjöld og getur gengið hnarreistur um stræti og torg án þess að krefja Jón rækjubónda um fúlgur fjár. Hafi Ásinn afturá móti legið á bæn með sértrúarmönnum, á hann auðvitað að halda kjafti og skammast sín.
mbl.is Helgi Áss stefnir útgerðarmanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Jóhannes.

Alveg er þessi færsla þín listilega fyndin og eiturbeitt, líkt og þín er von og vísa.

Jónatan Karlsson, 22.5.2014 kl. 00:17

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Hér verður aldrei friður

....á meðan óréttlátt kvótakerfi er við lýði. Skulu ýmsir fá að finna til tevatnsins næstu misserin ef ekki verða gerðar lagfæringar á til að rétta hag sjávarbyggðanna.

Þorgeir mælti. "Eigi skal velja frið ef ófriður er í boði". Og hafið það hugfast lesendur góðir að þessi orð Þorgeirs Hávarssonar hef ég gert að mínum og mun eftir þeim fara svo lengi sem ég lifi ef ekki verður slegið undan vitlausum bóg.

Þér að segja ! ...........

Níels A. Ársælsson., 22.5.2014 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband