Leita í fréttum mbl.is

Smá uppgjör við Steingrím J. Sigfússon, af gefnu tilefni þó seint sé. 1. hluti

Þar er til máls að taka, að á landfundi VG í Hveragerði fyrir nokkrum árum fluti ég þingheimi dálitla ádrepu, sem vitist fara heldur betur fara fyrir brjóstið á vissum landsfundarfulltrúum, m.a. rak ungliðadeild flokksins upp ramakvein við að hlýða á orð mín, og hafði ég þó víst ekki nema 3-5 mínútur til umráða og hafði einu sinni lokið inngangi að ræðu minni þegar minn tími var úti. Það var eins og við manninn mælt: stór hluti landsfundagesta móðgaðist svo, að það sem etir lifði fundar voru ég mínir félagar sniðgengnir háaðli floksins ásamt fylgihnöttum þeirra.

Skömmu eftir landsfund héldu nokkrir róttækir félagar tvo fundi, þar sem farið var yfir stöðu mála í VG. Niðurstöður fundanna var einfaldlega, að VG væri fráleitt sá róttæki vinstriflokkur, sem rætt var um að stofna í upphafi og stendur sú skoðun okkar enn.

Í framhali af þessu urðu smá blaðaskrif út af meintri óánæju í VG. Ég sagði t.d. eitthvað á þá leið í Fréttablaðinu, að sittvað benti til að VG væri klofin flokkur, annarsvegar væru sósíalistarnir og verkalýðssinnarnir, hinsvegar væru það gömlu flokkseigendurnir úr Alþýðubandalaginu ásamt ungu menntafólki, sem aldrei hefði komist út fyrir háskólalóðina og verið eymt í bómullarkassa allt sitt líf. Síðam gagnrýndi ég að verkalýðsstefna VG væri öll í skötulíki, það er að segja: engin. Á landsfundi flokksins á Akureyri, var samþykkt tillaga frá Birnu Þórðardótur um að innan VG skyldi starfa verkalýðsmálaráð. Er skemms frá að segja, að verkalýsmálaráð þetta var aldrei stofnað. Og hvernig stóð á því? Jú, yfirstjórn flokksins hafði engan áhuga á slíku fyrirbæri, það var sennilega ekki nægilega framsóknarlegt. Ef allt hefði verið með felldu hefði Stórn flokksins gengið fram af festu í að gera þessa landsfundarsamþykkt að veruleika . Það er ljóst að ábyrg Formanns flokksins í þesu máli er mikil. Á lansfundinum i Hveragerði tóks Hjörleifi Guttormssyni að þynna hugmyndina um verkalýðsmálará VG út, svo um munaði. Og niðurstaðan af landsfundinum varð sémsé, að heimilt væri að stofna áhugamannafélag um verkalýðsmál innan VG. Þarna tók VG af öll tvímæli, hver væri raunlerulegur áhugi flokksins á kjörum verkafólks og verkalýð yfirleitt.

Í framhaldi af gagnrýni okkar vinstrisósíalistana í flokknum, brást formaðurinn Steingrímur J. illa við og sendi okkur tóninn í viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur í Féttablaðinu sem þá var allt í einu orðið nógu gott fyrir Steingrím. Að svo búnu dró hann fram löngu hnífana á málgagni sínu, Heimasíðu VG og vandaði okkur ekki kveðjurnar. Einkum virtist honum uppsiga við nokkra einsaklina, sem hann kynti til sögunnar með nafni og heimilisfangi.

Og gefum nú Steingrími karli orðið: (Framhald)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband