Leita í fréttum mbl.is

Þeir sem greiða Bjartri framtíð atkvæði sitt eruð í leiðinni að kjósa Sjálfstæðisflokkinn

au_vald_1061447.jpgFjári er nú grunsamlegt hvað blessað Morgunblaðið okkar er orðið vinsamlegt í garð Bjartrar framtíðar og farið að ota þeim fáráðlingaflokki mikið að fólki. Það þarf þó ekki að leita langt yfir skammt að skýringunni á þessu dularfulla framferði Moggans. Það vill nefnilega þannig til, að Björt framtíð er algjör hægriflokkur og innan hans er mikið af lukkuriddurum sem áður studdu Sjálfstæðisflokkinn með ráðum og dáð, en er nú komið framboð fyrir þá Björtu hans Guðmundar Steingrímssonar og gnarrana. Það má telja fullvíst, að víða um land hafa myndast góð vinatengsl milli Sjálfstæðisflokksins og Bjartrar framtíðar um meirihlutamyndanir. Í Kópavogi er sjálfstæðiskonan í efsta sæti Bjartrar framtíðar þess albúin að mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum ef á þarf að halda. Sömu sögu er að segja í Hafnarfirði, Akranesi, Akureyri og Snæfellsbæ, svo nökkur sveitarfélög séu nefnd.

Það er eins gott, að kjósendur hafi það á hreinu, áður en það gengur að kjörborðinu, að þeir greiða Bjartri framtíð atkvæði sitt, eru þeir um leið að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Það er mikill misskilningur að halda að Björt framtíð sé eitthvert pólitískt byltingarafl eða komi til með að verða einbeittur gerandi í pólitískum breytingum hér á landi. Því ískaldur sannleikurinn er sá, að þetta lukkuriddaraapparat er einungis þversumman af svæsnustu valda- og hægriflokkunum, þ.e. Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Samfylkingunni, enda er fyrirbrigið holdgetið afkvæmi þessara valdabattería.

Eftir að hafa lagt eyrun að ,,málflutningi" fulltrúa Bjartrar framtíðar dylst mér ekki að þar er á ferðinni flokkur sem sér ekkert athugavert við að stunda pólitískan hórdóm hvar og hvenær sem hann getur komið höndum undir, en einkum þó og sér í lagi með Sjálfstæðisflokknum.
mbl.is Garðabær sérfélag en ekki samfélag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband