Leita í fréttum mbl.is

Nú er stóra tækifærið fyrir Eið Smára

vik_1237754.jpgÉg hjó eftir í viðtalinu við Eið Smára að samningur hans í Belgíu er að renna út og hann ekki tilbúinn að leggja skóna á hilluna. Nú tel ég að stóra tækifærið í boltanum sé að renna upp. Ég er ekki í nokkrum vafa um að hann getur gert hagstæðan samning við Víking Ólafsvík um að leika með félaginu í sumar og næsta sumar og sumarið þar á eftir. Ekki er að efa, ef Eiði ber gæfa til að semja við Víking, þá mun það verða kórónan á hans glæsta ferli. Í Víkingi mun hann og hitta fyrir auk samlanda sinna knáa kappa frá Spáni, Bosníu og Póllandi, en Eiður ku vanur að spila með útlendingum svo hann á sannarlega heima á Ólafsvíkurvelli.
mbl.is Er ofdekraður heima fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er ekki alveg viss um að Víkingur í Ólafsvík hafi fjárhagslegt bolmagn til þess.  Þótt vissulega væri það upphefð fyrir Eið Smára að að spila fyrir félagið...............

Jóhann Elíasson, 11.6.2014 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband