Leita í fréttum mbl.is

Aldrei þótt viðeigandi að líkja manneskju við önd

ingv44.jpgÞað hefir skjaldan þókt viðeigandi að líkja nokkurri manneskju við fiðurfé af ætt andfugla, það ættu þær frú Ingveldur og Máría Borgargagn að vita kvenna best. Á sunnudagsmorgni í beinu áframhaldi af venjubundinni jörvagleði að heimíli frú Ingveldar vaknaði Máría Borgargagn upp dragúldin og öfugsnúin, en umfram allt sargandi rám því hún hafði sungið hástöfum íslensk sönglög síðustu klukkustundirnar áður en hún lagðist til hvílu. Raunar hafði hún ekki lagst til hvílu af sjálfsdáðum heldur oltið útaf á stofugólfinu, buguð af sterkum drykkjum og annarri ólyfjan. Þegar hún svo uppreis aftur eins og afturganga, klæðlítil, þrútin og geðstirð, hafði röddin látið á sjá og útúr henni vall snubbóttur og harðsár kveðandi ekki ólíkur gaggi í stokkönd eða gæs. Frú Ingveldur rak upp hvella hlátursroku er hún heyrði hljóðin í vinkonu sinni og kvað uppúr með að nú kvakaði mín bara eins og önd. Þessa ónærgætu athugasemd tók Máría Borgargagn óstinnt upp og flaug eins og hafgammur á frú Ingveldi með þann ásetning að ná taki á hári hennar og snúa hana niður og misþyrma henni í kjölfarið. Urðu á svipstundu ægilegustu átök milli þeirra tveggja og brotnaði flest innanstokks sem brotnað gat og talsmátinn sem þær létu sér um munn fara var þess eðlis, að sjálfur Erkidjöfullinn hefði rekið þær tafarlaust burt úr Helvíti ef slagur þeirra hefði farið fram þar. Undir hádegi voru þær orðnar það þyrstar og þreyttar að þær sömdu um vopnahlé og snéru sér þess í stað fáeinum svartadauðaflöskum sem fundust ódrukknar bakvið sófa sem hafði færst um fáeina metra í orrahríðinni.
mbl.is Unginn vildi í fóstur hjá önd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband