Leita í fréttum mbl.is

Stórt vandamál leyst á einfaldan hátt

war3.jpgSkömmu eftir að Skeifan stóð í björtu báli og reykjarstrókinn bar við himinn eins og af Heklugosi, stungu þeir Óli Apaköttur og Brynjar Vondalykt sér inn bakdyramegin hjá frú Ingveldi og Kolbeini angandi af bensín- og eldspýtnalykt. Þeir kumpánar voru glaðir í bragði og sögðu húsráðendum í óspurðum fréttum, að nú hefði vel tekist til því að þeim hefði tekist að kveikja í Reykjavík. Og frá og með deginum á morgun heyrðu bæði vandamál landsbyggðarinnar og vandamál höfuðborgarinnar sögunni til þar eð téð höfuðborg væri þá aðeins öskuhrúgan ein. - Það var aldrei að þið gerðuð eitthvert gagn, sagði frú Ingveldur að bragði þegar þeir höfðu skýrt frá málavöxtum. Svo bætti hún við: - Nú geta menn séð að oftast þarf ekki nema einn líter af bensíni og eina eldspýtu til að leysa stórt og flókið vandamál.
mbl.is Stórbruni í Skeifunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband