Leita í fréttum mbl.is

Ţegar Kolbeinn fékk ebólu í utanlandsferđ

kol49.jpgÍ vor sendi Framsóknarmaddaman sinn besta mann, Kolbein Kolbeinsson skrifstofustjóra til útlanda til ađ fixa nokkur trix fyrir utanríkisráđherrann og gifturíka kaupfélagsstjórann í Skagafirđi. Ţegar hann kom til baka úr ţessari mikilvćgu ferđ leist frú Ingveldi eiginkonu hans ekki á útganginn á kauđa. Karldruslan var sem sé áberandi rauđur og ţrútinn í framan, rauđflekkóttur á maga, bringu og baki og međ gríđarlega bólu á annarri rassakinninni, háfgert ýldukýli sem einhver vemmilegur ófögnuđur lak úr. Frú Ingveldur varđ auđvitađ skelfingu lostin ţegar hún uppgötvađi ţessi firn á líkama hins ábyrgđarfulla framsóknamanns og hringdi felmstfull í Gottfređ lćkni og lýsti sjúkdómseinkennunum fyrir honum. Og Gottfređ lćknir var fljótur ađ kveđa upp sinn óhagganlegan lćknisúrskurđ: - Hann er kominn međ ebólu, rćkalls gemlingurinn. Ţú verđur laus viđ hann fyrir fullt og allt innan ţriggja daga. Hann grotnar í sundur og verđur orđinn ađ drulluklessu um ţađ bil sem hann skilur viđ. Hann hefir lent á einhverri óţverrakéllíngu ţarna í útlöndunum; nú eđa óţverrakalli, mér skilst ađ ţessir framsóknarbesefar verđi einlćgt svoleiđis ţegar ţeir komast út fyrir landsteinana.
    - Og er ţá ekkert hćgt ađ gera? spurđi frú Ingveldur og var fremur óróleg.
    - Ekkert hćgt ađ gera? Ţađ er nú ţađ, svarađi Gottgređur lćknir. Jújú, ţú getur opnađ gluggana til ađ hleypa pestinni af honum út. En ef ţú hefir áhuga á ađ hann hafi ţetta af, skaltu halda honum augafullum í tíu daga og láta hann totta í sig kannabis eins og hann hefir međvitund til.

Ađ tíu dögum liđnum hringdi frú Ingveldur aftur í Gottfređ lćkni og ţakkađi honum lćknisráđiđ, Kolbeinn vćri laus viđ ebóluna en hinsvegar vćri ekki alveg runniđ af honum ennţá.
mbl.is Óttast ađ ebóla sé komin til Gana
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársćlsson.

Ha ha ha, aumingja Kolbeinn ....

Níels A. Ársćlsson., 7.7.2014 kl. 12:44

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband