Leita í fréttum mbl.is

Eins og tröllkona sem er að hrapa fyrir þverhnípt björg

ingv16_1240389.jpgÞað var svo sem auðvitað að einhver giljagaur á stuttbuxum væri gerður út af örkinni með brennivínsfrumvarp fyrir prangarastéttina. Samkvæmt fréttum heitir giljagaurinn að þessu sinni Vilhjálmur Árnason og er sagður alþingismaður þrátt fyrir að ekki nokkur lifandi maður hafi til þessa haft hugmynd um þingmann undir því nafni.

Í herbúðum frú Ingveldar og Kolbeins Kolbeinssonar brustu út mikil gleðilæti þegar fréttist af brennivínsfrumvarpinu og Brynjar Vondalykt æpti uppyfir sig að loksinsloksins værum vér íslendingar að verða eins og siðaðar þjóðir, en sem kunnugt er þá er mælikvarðinn á að þjóð sé siðuð að prangarar fari með sölu brennivíns í sjoppum sínum. Og glðin var svo mikil, að Kolbeinn Kolbeinsson, sem síðustu misseri hefir hallast æ meir að hómósexúalisma, dró Máríu Borgargagn fram í bílskúr og sarð hana þar, svo að segja fyrir framan nefið á Indriða Handreði sambýlingi hennar. En Indriði var líka ofsaglaður svo honum var andstotans sama þó Kolbeinn vinur hans væri að hnoðast á og þenja Borgargagnið á smurolíukámugu bílskúrsgólfinu. Svona getur góð frétt um undurfrjálst brennivínsprang gert fólk frjálslynt og velviljað.

Svo tók frú Ingveldur smá-skrans á strákunum, Brynjari Vondulykt og Óla GÞÞ Apaketti og Haffi Frænka fékk ofurlítinn þjóhnappanúning svo hann hrein uppyfir sig eins og tröllkona sem er að hrapa fyrir þverhnípt björg. Það má því búast við óvenju líflegu samkvæmi þessa helgina hjá frú Ingveldi og Kolbeini Kolbeinssyni.
mbl.is „Sjálfsagður hlutur að leyfa þetta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ha ha ha ha, þessi sló öll fyrri met .....

Níels A. Ársælsson., 11.7.2014 kl. 08:48

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Alltaf góður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.7.2014 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband