Leita í fréttum mbl.is

Ráðherrann verði sjálfur rekinn suður í Keflavík

xd16.jpgÓsköp er að lesa það sem haft er eftir stjörnusýslumanninum Stones hér. Ef þetta viðtal við hr. Stones er ekki uppspuni frá rótum, þá er ljóst að bleik er brugðið. Að segja, að sér hafi verið sýndur sómi með því að vera fluttur hreppaflutningi niður á planið hjá Suðurnesjamönnum, er einhvenveginn svo annarlegt og útúr korti að bágt er að trúa, hvað þá skilja. Það er satt að segja aungvu líkara en bardagakappinn og heljarmennið hr Stones sé dauðhræddur við hinn morgunblaðslærða og valhallarmenntaða ráðherra og sé þess albúinn að skríða fjöruna á fjórum fótum suður í Keflavík til að taka út sína refsingu. Það er vægast sagt hræðilegt til þess að vita, að sannur garpur af fornkappa ætt, marghertur af eltingaleikjum við stórvarasama ójafnaðarmenn og glæpajúða, skuli hafa misst svo gersamlega móðinn andspænis einum kvenkyns vargakjafti, að hann hendir frá sér vopnum sínum í bleyðikasti og fer að myndast við að halda því fram að honum sé sómi sýndur með svona vanvirðingu!

Það er einsýnt, að óréttlætið og niðurlægingin sem stjörnusýslumaðurinn Stones er dæmdur til að sæta, er þess eðlis að tilefni er til að blása í mótmælaskyni til stórfundar á Ingólfstorgi með ræðumönnum, skáldum og tónlistarmönnum. Í framhaldinu væri gott að hafa undirskriftasöfnun. En ef ekkert dugar til að koma vitinu fyrir ráðherra með friðsamlegum aðgerðum, þá verði farið með ófriði á hendur ráðuneytinu og ráðherran sjálfur rekinn með valdi suður í Keflavík, í ginið á hinum frumstæðu verum sem þar hafast við.
mbl.is Ráðherra sýndi mér sóma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband