Leita í fréttum mbl.is

Siðfágun Framsóknarmaddömunnar og eimskipagamblarana

images_1235168.jpgHvern fjandann var þessi mannfjöldi að vilja við Reykjavíkurhöfn þegar gámadallurinn Lagarfoss frá St. Johns í Kanada riðlaðist að bryggju? Hélt vesalings fólkið ef til vill að þetta skip væri íslenst, og ef svo var: hver kom þeirri firru inní hausinn á því? Ég hélt að allir vissu að fragtaraútgerð á Íslandi er nokkurskonar tortólagrín af hálfu spaugaranna sem hlut eiga að máli.

En þrátt fyrir allt, vona ég að múgurinn við Reykjavíkurhöfn hafi skemmt sér vel við að glápa á fyrirburðinn frá St. Johns. Það er eflaust verulega notalegt að fylgjast með gámahlöðnu skipi frá borginni sem Jón Kadett og Ólafsvíkur Kalli gerðu sér glaðan dag endur fyrir löngu og máttu þola handtöku, fangelsisvist og aðra óvirðingu heimamanna fyrir vikið.

Í gamla daga, þegar Kolbeinn Kolbeinsson var á unglingsaldri, réði hann sig á fragtara í eigu Framsóknarmaddömunnar. Eftir ársveru í farmennskunni hafði hann auðgast vel á smygli ásamt ýmsum þjóðþrifaviðvikum fyrir valinkunna húskarla Maddömunnar. Þessari farsælu sjómennsku lauk með því að Kolbeinn var handtekinn og dæmdur fyrir ólöglegan innflutning á spíritusi og tóbaki. Þetta var upphafið að órofa velgengni Kolbeins Kolbeinssonar skrifstofustjóra og framsóknarmanns. Síðar kynntist hann frú Ingveldi og þá fór velgengnin fyrst að taka á sig mynd yfirstéttarsiðfágunar sjálfrar Framsóknarmaddömunnar og eimskipagamblarana.
mbl.is Mannfjöldi tók á móti Lagarfossi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Jóhannes.

Mikið ert þú reiður maður sem hefur afskipti af fólki sem vill skoða nýtt skip. Ég hefði haldið að öllum væri frjálst að skoða hluti án þess að spyrja þig né aðra um leyfi.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 21.8.2014 kl. 23:28

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þér eruð spaugsamur maður, Jóhann minn Páll. En það er mesti misskilningur hjá þér að fólki sé heimilt að skoða hluti án formlegs leyfis frá mér.

Jóhannes Ragnarsson, 22.8.2014 kl. 08:47

3 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæl aftur Jóhannes.

Það er ekkert misskilið hjá mér. Eimskip bauð formlega þeim sem vildu skoða skipið að koma. Með heilsíðu auglýsingu í blöðum. Enn fólk getur gengið um bryggjur þar sem ekki er lokað fyrir aðgang og skoðað það utan frá. Það er rétt hjá þér þú getur ekki labbað um borð í skip nema að spyrja um leyfi. Enn í þessu tilfelli var öllum frjálst sem vildu koma og skoða skipið.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 22.8.2014 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband