Leita í fréttum mbl.is

Þokkapiltar á faraldsfæti

finnur2.jpgÞað verða þrifalegir þokkapiltar samankomnir á klíkufundi stríðsfélagsins NATO í Wales þann 4. og 5. september og ekki mun yfirbragð samkomunnar fríkka við nærveru hinna illaþefjandi húsdverga Framsóknarmaddömunnar og gifturíka kaupfélgasstjórans á Sauðárkróki, þeirra Sígmúndar Dávíðs og Gunnars Braga. Auðvitað er ferðalag framsóknarhaukanna á glæpasamkomuna í Wales þjóðarskömm og lágkúra af því tagi, sem almenningur á Íslandi á ekki að láta líðast. Kaupfélagsstjórinn á Sauðárkróki, Halldór Ásgrímsson, Finnur Ingólfsson, Sígmúndur Dávíð og Gunnar Bragi mega prívat og persónulega heimsækja hvaða óbótasamtök og glæpafélög sem þeim þóknast, en að narrast að íslensku þjóðinni með því að sækja fundi NATO á hennar kosnað, er dálítið sem verður að stöðva með góðu eða illu.

Í orði kveðnu er hin illræmda framsóknarklíka á móti inngöngu Íslands í auðvaldsbáknið ESB. Ef þessi meindýr væru sjálfum sér samkvæm myndu þau berjast eins og ljón gegn veru Íslands í NATO í stað þess að senda undirmálsdela sína á stríðsæsingasamkvæmi hjá þessum andlegu krypplingsfóstrum tilverunnar.
mbl.is Sigmundur og Gunnar funda með NATO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband