Leita í fréttum mbl.is

Hann dansar og dansar í nýju fötunum keisarans

nak1_1245371.jpgEkki er hrappurinn Ögmundur Jónasson af baki dottinn við að halda skrumsýningar á sjálfum sér í tengslum við málefni sem hann hefur takmarkaðann áhuga á. En sönnum loddurum leiðist víst ekki að upphefja laglausa vandlætingarrödd sína með stuttu millibili, svo lýðurinn fái séð hve réttlátir þeir eru og umfram allt alþýðlegir. Ekki sakar, þegar viðkomandi loddari og leiðindaskjóða hefir sér það til ágætis, að hafa verið með í að endurreisa Gamla Ísland uppí hendurnar á forréttindaaðlinum.

En því miður er það svo með pólitíska loddara borgarastéttarinnar, sem tekist hefur að ljúga sig til virðingar á vinstri vængnum, að þeim lætur betur að taka sér stöðu við hlið forréttindastéttarinnar á ögurstund en alþýðufólki. Það sannaðist heldur betur á Ögmundi Jónassyni þegar hann sveik þá sem hann hafði lokkað til fylgilags við sig og hljóp orðalaust inní hlýjuna í ríkisstjórnarherberginu hjá Jóhönnu og Steingrími. Stuttu eftir það sýndi þessi furðulega alþýðuhetja raunverulegan hugsjónaeld í verki með því að svíkja Jón Bjarnason ráðherra í stað þess að verja hann eins og hann hafði lofað.

Það hefur verið erfitt fyrir marga að þurfa að viðurkenna fyrir sjálfum sér, að Ögmundur Jónasson væri alls engin byltingarhetja, hvað þá hugsjónamaður, heldur einungis lágkúruleg útfærsla á keisaranum í nýju fötunum.
mbl.is Undirbýr fyrirspurn um auðkenni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband