Leita í fréttum mbl.is

Þöggunarvinna Sigurðar G. og frú Skaftason fyrir auðvaldið ber fagran ávöxt

gry.jpgÞað held ég verði nú ,,rannsóknarblaðamennskan" undir stjórn Sigurðar G. Guðjónssonar og frú Skaftason þegar þau fara út að ganga á mognana og kvöldin með Hallgrím Thorsteinsson í bandi, tiplandi á fjórum fótum og með brúna ól úr leðri um hálsinn. Auðvitað má ganga að því vísu, að þessi þokkahjú munu ekki siga hinum rannsóknarglaða heimilishundi sínum á yfirstéttarelítuna, hægriöfgasinnaða ráðherra, virðulega kennitöluflakkara og önnur skoffín og skrímsli fjármálalífsins.

En kálið er ekki sopið þótt í ausuna sé komið, því eiga skuggabaldrar kapítalismans á Íslandi vonandi eftir að kynnast fyrr en seinna. Við búum í ónýtu samfélagi eftir 18 ára frjálshyggjutilraunir veruleikafirrtra og þöggunarsinnaðra fanta, sem lauk með efnahagshruni og allsherjarbankagjaldþroti haustið 2008. Okkur hefur ekki að neinu leyti auðnast að rífa okkur uppúr andlegri og félagslegri samfélageyðileggingu frjálshyggjunnar og Hrunsins, en eins og allir ættu að muna, þá endurreistu harðkapítalísku ,,vinstrisinnarnir" Jóhanna og Steingrímur Gamla Ísland frjálshyggjunnar uppúr hrunhaugnum og síðan tók spilltasta apakattahjörð Framsóknar og Íhalds við keflinu með viðeigandi rugli og heimskupörum eins og við mátti búast.

Þrátt fyrir að auðvaldið telji að merkum áfanga í þöggunarvinnu þeirra sé náð með því að sparka götustráknum Reyni Traustasyni út af DV, þá held ég að best sé fyrir það slekti að fagna rólega. Og lögmanninn Sigurð G. og hið skuggalega furðufyrirbæri, frú Skaftason með grýlusjalið, ætti þjóðin að láta eftir sér að rannsaka vel og vandlega.
mbl.is Hallgrímur nýr ritstjóri DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband