Leita í fréttum mbl.is

Bóndinn að Felli rændi erlenda ferðamenn í sumar

gamblerÁlfgrímur bóndi á Felli, hefur, eins og aðrir góðir bændur, reynt að nýta sér aukinn strau ferðamanna um landið. Í sumar komu tvenn hjón frá Þýskalandi akandi á jargansmiklum Toyotajeppa inná landareign Álfgríms bónda. Skipti engum togum, að fólki þessu tókst að þega uppi ágæta keldu, sem þau þeystu útí á jeppanum. Þar sat bifreiðin föst, sokkin uppað hurðum, en ferðalangarnir klöngruðust út og leist ekki á blikuna.

En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst, því ekki leið á löngu þar til Álfgrímur bóndi bistist á dráttarvél sinni, en hann hafði fylgst grannt með ferð jeppans glæsilega. Hugðu hin þýsku hjón, að nú væri vandi þeirra leystur og fögnuðu bæði Árfgrími og dráttarvélinn ákaft. En fögnuðurinn varð skammvinnur, því Álfgrímur átti það erindi eitt við fólkið, að hirða allt fémætt af því; hánn leitaði í vösum þess og skóm og fór með krumlurnar, grómaðar af siggi og óhreinindum ofaní brjóstahalda og nærbuxur kvennanna til að fá úr því skorið hvort þær leyndu ekki peningum eða öðru verðmætu innanundir sér. Svo hélt hann kampagleiður á brott með allmikið af peningum og öðru verðmæti, en skildi furðulostið fólkið eftir í öngum sínum.

Daginn eftir var Toyotan horfin sjónum manna, því undir keldunni leyndist botlaust kviksyndi, sem skilar engu sem í hana fer. Og fólkið hefir ekki sést síðan og enginn veit hvað um það varð, en einhver spekingur gat sér þess til, að það gisti nú saltkétstunnu Álfgríms bónda og mætti gera ráð fyrir að það verði fullverkað til suðu og snæðings að Felli í byrjun október.
mbl.is Dýrkeyptur utanvegaakstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ha ha ha góður :-)

Níels A. Ársælsson., 14.9.2014 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband