Leita í fréttum mbl.is

30 ára ekkifrétt dúkkar upp eins og Skrattinn úr sauðarleggnum

old.jpgÞað var svo sem viðbúið, að Svava þessi Johansen, væri undur einlæg í tali um ástina og lífið - já og væri hætt að éta skúkkulaði í þokkabót. Hitt er þó öllu hlálegra, að meint viðtal við Svövu litlu, er afskaplega gömul ekkifrétt og má furðu sæta að það dúkki upp þrjátíu árum eftir að það var tekið.

Það má vel satt vera, að Svava prangari Johansen hafi hætt að graðga í sig súkkulaði og sykur þegar hún var fimmtug, en það eru bara heil þrjátíu ár síðan það var og allsendis óvíst hvernig sykurbind-ind-indið hefur gengið hjá henni í þann rúma aldarfjórðung sem liðinn er síðan. Til dæmis segja mér fróðir heimildarmenn, að uppúr sjötugu hafi Svava verið síður en svo sárhent í sykrinum og slafrað einhver ósköp af þeirri vöru oní sig á hverjum degi.

Síðustu árin hefir gamla fraukan, Svava Jóhansen, búið á elliheimilinu Grind í Hrunamannahreppi og átt þar ágæta daga innanum örvasa gamalmenni á sínu reki. Þegar hún varð áttræð fyrir skemmstu, sló hún upp mikilli veislu á elliheimilinu, sem lauk með því að starfsfólkið varð að kalla til lögreglu og sýslumann, því þá var samkvæmið komið útí þessháttar öfga, sem ekki er sæmandi ellihróum af þessu tagi.
mbl.is Svava Johansen hætti að borða súkkulaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband