Leita í fréttum mbl.is

Buster verður innan skamms kallaður til æðri embættisstarfa

hundsbit2Buster karlinn þarf ekki að hafa áhyggjur af framtíðinni, að minnsta kosti ekki áhyggjur af því að vera skotinn í hausinn á næstunni með lögreglubyssu. Þvert á mót stefnir veraldargengi hans allt uppávið því líkur benda til, að hann verði leystur undan fíkniefnastörfum og kallaður til æðri verkefna.

Það vill nefnilega svo skemmtilega til, að Buster eiturlyfjasérfræðingur heyrði um árabil til hirðar sjálfs stjörnusýslumannsins Stones á Selfossi og vann þá mörg afrek, sem vonandi verða færð í letur á bókarformi á næstu árum. Til dæmis varð frægt í undirheimunum þegar Buster reif þrjá fíkniefnadílera á hol og át þá öðrum fíkniefnamiplurum til varnaðar. Þá át hann dóptrompaða kvensnift niðri á Eyrarbakka í hitteðfyrra og var veikur í margar vikur á eftir, af því að umrædd tuðra var í sannleika sgat eitraðri en gengur og gerist með soleiðis fólk.

En nú hefir stjörnusýslumaðurinn Stones, illu heilli, yfirgefið Árnessýslu eftir ofurmannlegan barning og bardaga til margra ára. Þann fyrsta september síðastliðinn, tók herra Stones við embætti lögreglustjóra yfir Suðurnesjum og þeim glæpasjúka lýð sem þar byggir. Og þar sem starf lögreglustjóra á Suðurnesjum er lífhættulegt verkefni, vegna allra þeirra glæpahrotta er þar ganga lausir, hefir stjörnulögreglustjórinn Stones farið þess á leit við dómsmálaráðherra, að hann skipi dópistahrellirinn Buster sérstakan einkavarðhund lögreglustjórans á Suðurnesjum, án auglýsingar.

Það er því allt útlit fyrir, að Buster karlinn fái svo mikið og virðulegt embætti, að hann muni fá stærri bita að bíta í en smákrakka og horfallnar eiturætur.
mbl.is Buster heldur starfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elías V Einarsson

Hverskonar fréttamennska er þetta eiginlega.

Buster, hundurinn, er áfram STARFSMAÐUR lögreglunnar!!! 

Elías V Einarsson, 2.10.2014 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband