Leita í fréttum mbl.is

Drap hund með snjóþotu

dog1Tíu ára drengur, Kolbeinn nokkur Ingimarsson, bróðursonur hins víðfræga Kolbeins Kolbeinssonar skrfstofustjóra og framsóknarmanns, tók líka fram snjóþotuna sína í morgun og renndi sér sem fuglinn fljúgandi niður eina dáindis brekku, sem staðsett er í hans nærumhverfi eins og sagt er á nútímamáli. Vart hefði snjóþotuferðalag Kolbeins litla verið frásögur færandi, utan hvað hann skrópaði í skólann, ef ekki hefði verið hundur af baskervilletegund á vappi þar í brekkunni með eiganda sínum. Það skifti nefnilega engum togum, að þegar Kolbeinn kom auga á hundinn, þá snarbeygði hann og þeysti yfir rakkann á fleygiferð. Við áreksturinn steindrapst hundurinn samstundis og eigandinn, frú Fríður Nolan, gjörtrylltist.

Þegar hundurinn var dauður, ætlaði frú Fríður að veita morðingjanum eftirför, sennilega í þeim ásetningi að traktera hann á svipaðan hátt og hann trakteraði hinn látna heimilishund. En Kolbeinn litli lét ekki snasa sig svo glatt og komst undan. Á eftir var frú Fríður leidd á brott og fyrir sérfræðing sem veitti henni áfallahjálp.

Þessa stundina leitar lögreglan, vædd léttum vélbyssum, dauðaleit að morðingjanum Kolbeini Ingimarssyni tíu ára og þarf pilturinn sá ekki að hafa áhyggjur af að kemba hærurnar, ef lögreglan kemst í færi við hann.
mbl.is Loksins, loksins! Snjór!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband