Leita í fréttum mbl.is

Og nú eru svínið og búrtíkin að hrekja konu nokkra ofaní skurð

svin1.jpgÞegar ég leit á fyrirsögn þessarar fréttar, taldi ég víst, að verið væri að fjalla um auðvaldssvín, sennileg kófdrukkið, sem væri að valsa um Mosfellsdal, sjálfu sér til gleiðauka en öðrum til varnaðar. En er ég fór að rýna í myndina, sem fylgir með umfjölluninni, gerði ég mér ljóst, að þar var ekki á ferðinni dæmigert auðvaldssvín, sem dags daglega starfar við að arðræna náungann, heldur aðstoðarráðherrasvín af heldur hvimleiðu tagi; semsé gælusvín einhvers flokkseigendafélagsins. Og hundfjandinn, sem var í för með svínu, er ein af þessum brjóstumkennanlegu og nautheimsku búrtíkum, sem allir stjórnmálaforingja og ráðherrar telja sig ekki geta án verið.

Svona uppákoma er auðvitað ekki hugsanleg í einhverju af þeim siðmenntuðu löndum, sem við viljum bera okkur saman við. Í þessháttar virðingarveðum og langþróuðum ríkjum, má búast við, að Alkaídaliðar eða eitthvert ÍSÍS-félagið hefðu ekki verið sein á sér að myrða svínið og búrtíkina með köldu blóði og lýsa víginu samstundis á hendur sér og uppskera lof og prís þeirra sem raunverulega er annt um hagvöxtinn í heiminum.

Nú rétt í þessu var ég að tala símleiðis við kunningja minn í Masfellsdalnum og hann tjáði mér, að svínið og búrtíkin væru við bestu heilsu. Ennfremur sagði hann, að þessa stundina væri hann að fylgjast með margnefdu svíni og búrtík útum stofugluggann, þar sem þau væru í sameiningu að hrekja konugarm, búsetta þar í sveitinni, niður túnið fyrir neðan húsið, í átt að skurði nokkrum sem þar liggur. Telur kunningi minn, að enginn vafi sé á, að helvítis svíð og búrtíkin hafi í hyggju að nauðga konunni ofaní skurðinum, á þann sérkennilega hátt, sem viðbjóðslegum svínum sé einum lagið.


mbl.is Svín gengur laust í Mosfellsbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband