Leita í fréttum mbl.is

Sigmundur og von Zillergut og Afmælisveisla í felum

finnur2.jpgEkki er ofsögum sagt, að Sigmundur þessi Davíð, sem ógæfa þjóðarinnar og myrkrahöfðingjar landsins gerðu að forsætisráðherranefnu til að hæðast að alþýðunni, er undarlega keimlíkur Fritz von Zillergut ofursta, sem lesendur geta fræðst um í sögunni af góða dátanum Jósef Svejk, sem fræg hefir orðið heims um ból. Og Simundur Davíð er ekki einungis líkur von Zillergut í hátt, heldur er bakland þeirra hérumbil nákvæmlega eins. Það er semsé ekki leiðum að líkjast fyrir forsætisráðherra íslenska lýðveldisins.

Á dögunum gufaði þessi sérkennilegi forsætisráðherra upp af Alþingi í miðri fjárlagaumræðu og dögum saman virtist enginn vita hvað af honum varð. Seint og um síðir upplýsti einn af sérlegum jólasveinum forsætisráðherra, að hans herra og meistari hefði brugðið sér frá til að halda uppá afmæli aldraðrar eiginkonu sinnar. Auðvitað héldu allir, að Sigmundur Davíð og frú hefðu brugðið sér til útlanda í tilefni afmælisins. En það var öðru nær. Afmælihátíðin fór fram að hinu veglega heimili frú Ingveldar og Kolbeins Kolbeinssonar skrifstofustjóra og framsóknarmanns. Og þar var látið gamminn geysa og slett úr klaufunum á allan hátt í allar áttir. En að auki var þetta framúrskarandi þjóðleg veisla með landabruggi, súrum blóðmör, rafbeltum og kæstri nábrók. Og þar sungu gestir bæði ,,í Betlehem er barn oss fætt" og ,,Fjallaskauðaforinginn" og allir hlógu og hlógu og skemmtu sér svo undur vel. Morguninn eftir kom því miður í ljós, að eitt og annað hafði farið úrskeiðis kvöldið og nóttina áður, svo veislugestir máttu tilneyddir setjast við landabruggskútinn um leið og þeir vöknuðu til að komast hjá því, að allt færi í bál og brand. Og Bakkus konungur miðlaði málum þann morgun á heimili frú Ingveldi og Kolbeins, eins og svo oft áður.


mbl.is Sigmundur hnýtir í mannréttindaráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband