Leita í fréttum mbl.is

Það mun þykja gifturíkast í stöðunni

xb1.jpgNú þykir mér heldur en ekki skammt stórra högga í millum hjá Kolbeini Kolbeinssyni skrifstofustjóra, aðstoðarmanni og framsóknarmanni: Fyrir ekki ýkja mörgum vikum tókst honum með aðstoð frábærra dindilmenna, að steypa undan Reyni Traustasyni á DV og reka hann á vergang og í sömu andrá var kallanginn hann Hallgrímur Thorsteinson ráðinn ritstjóri. Að svo búnu héldu Kobeinn og hans ástkæra eiginkona, frú Ingveldur, hálfsmánaðar veislu að heimili sínu til að halda uppá afrekið. Veisluvikurnar tvær vóru fjölmörg stórmenni hins íslenska lýðveldis tíðir gestir hjá Kolbeini og frú Ingveldi og hurfu sum þeirra á braut nærbuxnalaus og slagandi eins og höfuðveikar kýr úr Framsóknarfjósinu.

Og nú reiðir Kolbeinn Kolbeinsson aftur til höggs, með dyggri aðstoð gifturíkra stórmenna, og rekur Hallgrím kallangann eins og illa siðaðan kleprahvolp útí skammdegismyrkrið. Og ekki minnkar gamanið, ef reynist, að Kolbeinn og hinir gifturíku ætla að gera vinkonu frú Ingveldar, Kolbrúnu Bergþórsdóttur, að ritstjóra DV!

Ekki þarf að efast um að gamla glæpahneigða Framsóknarmaddaman mun rísa upp af bási sínum, þótt farlama sé og elliær, ef húskörlum hennar tekst að landa Kolbrúnu Bergþórsdóttur í ritstjórastólinn. En upprisa gömlu Framsóknarmaddömunnar verður sem betur fer stutt, hún mun leggjast fljótlega aftur niður í básinn sinn og halda áfram að kroppa af sér skítakleprana. Að svo búnu mun DV hverfa fyrir fullt og allt ofaní framsóknarfjóshauginn; það mun þykja gifturíkast í stöðunni.


mbl.is Ritstjóra DV sagt upp störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband