Leita í fréttum mbl.is

Af landi og sjó - brot 2.

Fám dögum eftir ađ Jón rithöfundur settist ađ á Hellubergi, birtist grein eftir hann í bćjarblađinu "Brunninum". Grein ţessi stakk nokkuđ í stúf viđ annađ efni blađsins fram ađ ţessu. Ţar fullyrti greinarhöfundur semsé, ađ ţrátt fyrir allar hinar gífurlegu framfarir, sem orđiđ hefđu í heiminum á síđustu árum, vćri samt um hreinlega afturför ađ rćđa í atvinnuvegum Ađalvíkinga, sem og annarra sambćrilegra stađa, á umrćddu tímabili. Allrahanda auđvaldspótentátar hefđu auđsjánlega fengiđ ađ grasséra í ţjóđfélaginu svo um munađi, líkt og bakteríur sem valda graftarkýlum og öđrum óţverraútbrotum. Stórútgerđin á Íslandi hefđi til dćmis náđ ţeim framúrskarandi árangri, ađ stela öllum fiskimiđunum umhverfis landiđ, ásamt öllu kviku sem ţar hefđist viđ, án ţess ađ almenningur hefđi getađ rönd viđ reist. Ţessa dýrđlegu ţjófnađarađferđ kallađi auđvaldiđ "kvótakerfi" og vćru margir í vinnu viđ ađ réttlćta ţennan bírćfna ránsskap og hefja upp til skýjanna sem einhverkonar "endanlega lausn lausn á fiskveiđivandamálinu".

Síđan vék Jón máli sínu ađ nafngreindum dólgum, sem komist hefđu yfir svo og svo mikinn fiskikvóta međ heldur vafasamri framgöngu og vćri nú svo komiđ, ađ ţessir auđvaldspervertar hefđu mestar og öruggastar tekjur af ađ leigja kvótalausum einyrkjum og hugsjónamönnum veiđiheimildir fyrir okurborgun út í hönd. Ţessi vinnubrögđ kölluđu stjórnvöld "nauđsynlega hagrćđingu, heilbrigđa samkeppni og almenna skynsemi" enda vćri stjórnvaldselíta ţessi, fyrst og fremst opinber stjórnmálaarmur hins Íslenska auđvalds og vćri međ endemum ađ almenningur í landinu gerđist sekur um ađ styđja slíkt hyski og skítapakk jafn ákaft í alţingis- og sveitarstjórnarkosningum og raun bćri vitni.

Greininni lauk svo á ţví ađ höfundur hennar hvatti Ađalvíkinga, sem og landa sína alla, ađ segja valdaíllyrmum landsins stríđ á hendur og freista ţess ađ binda í eitt skipti fyrir öll endi á stelsýki ţeirra og óvandađ hjartalag.

-Ja, hvur djöfullinn sjálfur, varđ Hinriki Guđmundssyni forstjóra Hrađfrystihúss Ađalvíkur og forseta bćjarstjórnar, ađ orđi ţegar hann hafđi stautađ sig í gegnum grein Jóns rithöfundar í "Brunninum". Hann reif til sín símann og hringdi í Ólaf ritstjóra "Brunnsins" og spurđi međ óduldu ţjósti, hvađ svona óţverragrein í "Brunninum" ćtti ađ fyrirstilla; hvort hún ţýddi nýja ritstjórnarstefnu blađsins - eđa hvađ?. -Ţú skalt athuga ţađ, kall minn,urrađi Hinrik ađ Ólafi ritstjóra, -hvađ svonalagađ kann ađ hafa í för međ sér fyrir jafn skuldsett blađ og "Brunnurinn" svo sannarlega er. Ólafur reyndi ađ verja sig međ ţví, ađ hann hefđi alltaf auglýst, ađ blađiđ vćri öllum opiđ varđandi greinarskrif af öllu tagi.

-Hverskonar helvítis bull er ţetta, hvćsti Hinrik á móti. -Ţú skalt gera ţér grein fyrir, ađ ţađ eru takmörk fyrir öllu. Og ef ég sé meira af svo góđu í blađinu hjá ţér eftir ţennan helvítis aumingja, sem búinn er ađ hreiđra hér um sig međ tveimur kellíngum, er mér ađ mćta.

-Já, ţađ er best ađ skođa ađsent efni betur eftirleiđis. Satt ađ segja hugsađi ég ekkert út í hvađ stóđ  í greininni, áđur en ég prentađi hana í blađiđ, kjökrađi Ólafur bljúgur og undirgefinn og ók sér í ritstjórastólnum.

-Ţetta líkar mér ađ heyra, svarđi Hinrik, ögn mildari á manninn, en samt ekki alveg laus viđ hótunartón í röddinni. -Ţú verđur alltaf ađ skođa ađsent efni ofan í kjölinn og út frá öllum hliđum og hafa ćtíđ í huga hvađ kemur sér best fyrir byggđarlagiđ. Níđ, óhróđur og skemmdarverkaskrif falla náttúrlega ekki undir ţađ markmiđ.

-Nei, auđvitađ ekki.

-Jćja vinur. Viđ getum ţá treyst ţví ađ svonalagađ gerist ekki aftur.

-Já  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársćlsson.

Glćsilegt. Svona er raunveruleikinn.

Níels A. Ársćlsson., 24.3.2007 kl. 20:22

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband