Leita í fréttum mbl.is

Sýslumannsfrú lætur flengja vinnukonu.

Í þrjú ár samfleytt hefur ung stúlka gengið á milli valdsmanna í landinu og leitað eftir því, að rannsókn fari fram á óvirðulegri og hraklegri meðferð, er hún sætti.

Þessi stúlka heitir Katrín Tómasdóttir, og á hún þess að hefna, að húsmóðir hennar, sýslumannsfrúin í Víðidalstungu, Hólmfríður Pálsdóttir, ginnti hana inn í fjárhús haustið 1733 og lét leggja þar á hana hendur. Er almannarómur, að Hólmfríður hafi fundið henni það til saka, að hún ætti vingott við húsbóndann, Bjarna Halldórsson sýslumann.

Sýslumannsfrúin hafði með sér tvo vinnumenn í fjárhúsin og þernu sínu, er átti að gegna því hlutverki að halda á ljósi. Réðst annar vinnumaðurinn á Katrínu, fletti pilsum hennar upp yfir höfuð henni og settist á höfuð henni, en hinn vinnumaðurinn lamdi hana síðan með vendi á nakinn líkamann. Byltu þeir henni til á ýmsa vegu, eftir því sem verðugast þótti, að vandarhöggin hæfðu hana.

Þegar sýslumannsfrúnni þótti refsingin hæfileg orðin, gekk hún brott með föruneyti sitt, en skildi stúlkuna eina eftir í húsunum í myrkri, svo grálega leikna sem hún var.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Mátti ekki minna vera fyrir óknyttina með eiginmanninum. Gaman væri að vita hvaða refsingu frúin gerði bónda sínum fyrir sömu sakir.

Níels A. Ársælsson., 25.3.2007 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband