Leita í fréttum mbl.is

Henni veitir ekki af ađ hvíla sig fyrir páskabyltinguna

x2qfapo.jpgĆjá, ég held henni Hönnu Birnu okkar veiti ekki af ađ hvíla sig dulítiđ eftir allt atiđ sem hún hefir ţurft ađ standa í, ađ ekki sé nú minnst á hina ruddalegu beinasna sem lögđu hana í einelti mánuđum saman eins glorhugruđ úlfhundahjörđ. Ţađ er auđsjáanlegt, ađ Hönnu Birnu nćgir ekki ađ liggja undir sćng á dívani međ lattebolla í hönd og tćrnar uppí loft fram í mars, hún ţarfnast mikiđ lengri hvíldar. Ţyrnirós róađi útjaskađar taugar sínar međ ţví ađ blunda í eina öld - Hanna Birna ţarf nauđsynlega, heilsu sinnar vegna, á jafnlagri hvíld ađ halda.

En međan okkar elskulega Hanna Birna er ţreytt, svo undur ţreytt ađ hún fylgir vart fötum, valsar Bjarni Ben um eins og styggur lambhrútur og lćtur sér ekki muna um ađ vera í slagtogi međ öđrum eins erkiskelmi og litla húskarli Framsóknarmaddömunnar, Sigmundi Davíđ, og hans vođalega púkastóđi. Já, ţeir geta leyft sér ţađ sem eru á mála hjá Engeyingum og gifturíka kaupfélagsstjórnanum á Sauđárkróki fyrir norđan land.

Nú ku vera í uppsiglingu hrikaleg mótmćli gegn ríkisstjórninni og er stefnt ađ ţví ađ steypa henni af stóli um páskaleytiđ. Skulu ţá margir, sem ekki eiga sér neina upprisuvon, verđa krossfestir, borđum víxlara ausiđ um koll og auđmönnum skipađ ađ skríđa gegnum nálarauga annars skuli ţeir fá ađ vita hvar Davíđ keypti öliđ; en auđmenn eiga ţađ allir sameiginlegt, ađ ţeir vilja síst af öllu vita hvar Davíđ keypti öliđ, ţeir vilja bara fá ţađ ókeypis og selja ţađ aftur á okurprísum. Standa vonir til, ađ Hanna Birna verđi orđin ţađ hress ţegar nćr dregur páskum, ađ hún geti tekiđ ţátt í međ byltingarfólki ađ velta andskotum sínum, ţeim Bjarna Ben og Sigmundi Davíđ, úr sessi og hrekja ţá útúr helgidómi stjórnarráđsins.


mbl.is Hanna Birna áfram í fríi frá ţingi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Já blessunin ekki veitir af.  Enda held ég ađ hún komi ekki aftur til ţings.  Ţađ getur oft veriđ erfitt ađ horfa upp á mistök sín ekki síst ef ţau eru á almanna vitorđi.  laughing

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 8.1.2015 kl. 20:52

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

,,Ć ţađ ţađ er búiđ ađ vera óttalegt fargan á henni" hefđi sennilega veriđ sagt í Brekkukoti um raunir hennar.

Jóhannes Ragnarsson, 8.1.2015 kl. 21:16

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Haha já, ţau eru ekki best sjálfsskaparvítin svo sannarlega.  En batnandi konu er best ađ lifa. 

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 8.1.2015 kl. 21:51

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

cool

Jóhannes Ragnarsson, 8.1.2015 kl. 22:01

5 Smámynd: corvus corax

 "Mér finnst ég ţurfa ađ vinna bet­ur úr ţeirri reynslu og ţví sem ég hef ađ und­an­förnu lćrt um stjórn­mál, stjórn­kerfiđ, ís­lenskt sam­fé­lag og sjálfsagt bara lífiđ sjálft. Ég mun ţví, líkt og áđur hef­ur komiđ fram, taka mér nokk­urra vikna hlé frá ţing­störf­um. Ég ćtla ađ nýta ţann tíma vel..."

Fćr mađur veikindaleyfi út á svona ákvörđun? Get ég sem ríkisstarfsmađur bara ákveđiđ ađ nú ćtli ég ađ taka mér nokkurra vikna hlé til ađ pćla í hinu og ţessu ...og haldiđ fullum launum međ ţví ađ kalla ţetta veikindaleyfi? Hvađa lćknir er tilbúinn til ađ skrifa upp á vottorđ til ţess arna? Eru slík lćknisvottorđ marktćk?

corvus corax, 9.1.2015 kl. 11:12

6 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ţegar ríkisstarfsmađur er bugađur á sál og líkama eftir hrottalega og illviđrasama vertíđ er sjálfsagt ađ dćma hann óvinnufćran.

Svo má reikna Hönnu Birnu til takna, ađ hún hefir svariđ viđ skegg spámannsins, ađ draga fremur jákvćđa en neikvćđa lćrdóma af svađilförinni sem hlaust af ţorparanum Tona Ómos.

En versta ólán hennar er samt ađ hafa rekist á Stefán Eiríksson, ţau eiga ekki saman, hafa erfiđa strauma sem ganga á misvíxl. Ţví fór sem fór.

Jóhannes Ragnarsson, 9.1.2015 kl. 11:23

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

En nú skilur mađur all.  Hún er ađ bíđa međ ađ koma ţangađ til umbođsmađur er BÚIN AĐ SKILA INN ÁLITI SÍNU.  Hún er sem sagt ađ KOMA SÉR UNDAN ÁBYRGĐINNI. Ja Svei attann!

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 9.1.2015 kl. 12:38

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband