8.1.2015 | 20:19
Henni veitir ekki af að hvíla sig fyrir páskabyltinguna
Æjá, ég held henni Hönnu Birnu okkar veiti ekki af að hvíla sig dulítið eftir allt atið sem hún hefir þurft að standa í, að ekki sé nú minnst á hina ruddalegu beinasna sem lögðu hana í einelti mánuðum saman eins glorhugruð úlfhundahjörð. Það er auðsjáanlegt, að Hönnu Birnu nægir ekki að liggja undir sæng á dívani með lattebolla í hönd og tærnar uppí loft fram í mars, hún þarfnast mikið lengri hvíldar. Þyrnirós róaði útjaskaðar taugar sínar með því að blunda í eina öld - Hanna Birna þarf nauðsynlega, heilsu sinnar vegna, á jafnlagri hvíld að halda.
En meðan okkar elskulega Hanna Birna er þreytt, svo undur þreytt að hún fylgir vart fötum, valsar Bjarni Ben um eins og styggur lambhrútur og lætur sér ekki muna um að vera í slagtogi með öðrum eins erkiskelmi og litla húskarli Framsóknarmaddömunnar, Sigmundi Davíð, og hans voðalega púkastóði. Já, þeir geta leyft sér það sem eru á mála hjá Engeyingum og gifturíka kaupfélagsstjórnanum á Sauðárkróki fyrir norðan land.
Nú ku vera í uppsiglingu hrikaleg mótmæli gegn ríkisstjórninni og er stefnt að því að steypa henni af stóli um páskaleytið. Skulu þá margir, sem ekki eiga sér neina upprisuvon, verða krossfestir, borðum víxlara ausið um koll og auðmönnum skipað að skríða gegnum nálarauga annars skuli þeir fá að vita hvar Davíð keypti ölið; en auðmenn eiga það allir sameiginlegt, að þeir vilja síst af öllu vita hvar Davíð keypti ölið, þeir vilja bara fá það ókeypis og selja það aftur á okurprísum. Standa vonir til, að Hanna Birna verði orðin það hress þegar nær dregur páskum, að hún geti tekið þátt í með byltingarfólki að velta andskotum sínum, þeim Bjarna Ben og Sigmundi Davíð, úr sessi og hrekja þá útúr helgidómi stjórnarráðsins.
Hanna Birna áfram í fríi frá þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:37 | Facebook
Nýjustu færslur
- Grjótari og Jakobsleiðin á hálendi Íslands
- Hún elskar hann en hann elskar hana að meðaltali frekar lítið
- Og illþýði allskonar á flökti um mannheima
- Til heiðurs nýrri ríkisstjórn
- Göglin, þjófræðið, og auðvaldspervertarnir
- Vér óskum emírítusnum innilega til hamingju með glæsilega ákv...
- ,,Hjónabandið er samábyrgð tveggja andlegra öreiga"
- Álfabakkamúrinn á eftir að reynast fólki vel; þökk sé Degi og...
- Spøgelset í höfn á Jótlandi
- Þétt dagskrá forseta á morgun - og fullveldismessa síra Baldv...
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Vésteinn Valgarðsson
- Sveinn Elías Hansson
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Þórbergur Torfason
- Guðfríður Lilja
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Bjarki Steingrímsson
- Pálmi Gunnarsson
- Grétar Mar Jónsson
- Ásdís Helga Jóhannesdóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Þorvaldur Þorvaldsson
- Rauður vettvangur
- Björgvin R. Leifsson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Einar Ólafsson
- Baldur Hermannsson
- Dætur og synir Íslands.
- hilmar jónsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Þórdís Bára Hannesdóttir
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Heiða Þórðar
- Helgi Guðmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Baldur Fjölnisson
- Birgitta Jónsdóttir
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Auðun Gíslason
- Jón Snæbjörnsson
- Rannveig H
- Magnús Jónsson
- Steingrímur Helgason
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ársæll Níelsson
- Brynja Hjaltadóttir
- Fríða Eyland
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Ólafur Þórðarson
- Eygló Sara
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þorsteinn Briem
- Ester Júlía
- Svava frá Strandbergi
- Björn Grétar Sveinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Ragnar Páll Ólafsson
- Páll Ingi Kvaran
- Jakob Jörunds Jónsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Jóhann Elíasson
- Óskar Arnórsson
- Bergur Thorberg
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Eyjólfur Jónsson
- gudni.is
- Sigurður Sigurðsson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Guðni Ólason
- ThoR-E
- Arnar Guðmundsson
- Þór Jóhannesson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Himmalingur
- Guðjón Baldursson
- halkatla
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Einar Sigurjón Oddsson
- Haukur Nikulásson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Heiða
- Jakob Falur Kristinsson
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Steingrímur Ólafsson
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Landrover
- Valla
- Vilmundur Aðalsteinn Árnason
- Vefritid
- Sigríður B Sigurðardóttir
- Ónefnd
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Þórarinn Eldjárn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Ragnar Björnsson
- Hlédís
- Einar B Bragason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Árni Karl Ellertsson
- Hamarinn
- Hamarinn
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Jack Daniel's
- Jón Bjarnason
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Linda
- Rauða Ljónið
- Sigurður Haraldsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Vináttufélag Íslands og Kúbu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 42
- Sl. sólarhring: 52
- Sl. viku: 1514
- Frá upphafi: 1542384
Annað
- Innlit í dag: 41
- Innlit sl. viku: 1336
- Gestir í dag: 41
- IP-tölur í dag: 36
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu athugasemdir
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Athugasemdir
Já blessunin ekki veitir af. Enda held ég að hún komi ekki aftur til þings. Það getur oft verið erfitt að horfa upp á mistök sín ekki síst ef þau eru á almanna vitorði.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.1.2015 kl. 20:52
,,Æ það það er búið að vera óttalegt fargan á henni" hefði sennilega verið sagt í Brekkukoti um raunir hennar.
Jóhannes Ragnarsson, 8.1.2015 kl. 21:16
Haha já, þau eru ekki best sjálfsskaparvítin svo sannarlega. En batnandi konu er best að lifa.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.1.2015 kl. 21:51
Jóhannes Ragnarsson, 8.1.2015 kl. 22:01
"Mér finnst ég þurfa að vinna betur úr þeirri reynslu og því sem ég hef að undanförnu lært um stjórnmál, stjórnkerfið, íslenskt samfélag og sjálfsagt bara lífið sjálft. Ég mun því, líkt og áður hefur komið fram, taka mér nokkurra vikna hlé frá þingstörfum. Ég ætla að nýta þann tíma vel..."
Fær maður veikindaleyfi út á svona ákvörðun? Get ég sem ríkisstarfsmaður bara ákveðið að nú ætli ég að taka mér nokkurra vikna hlé til að pæla í hinu og þessu ...og haldið fullum launum með því að kalla þetta veikindaleyfi? Hvaða læknir er tilbúinn til að skrifa upp á vottorð til þess arna? Eru slík læknisvottorð marktæk?
corvus corax, 9.1.2015 kl. 11:12
Þegar ríkisstarfsmaður er bugaður á sál og líkama eftir hrottalega og illviðrasama vertíð er sjálfsagt að dæma hann óvinnufæran.
Svo má reikna Hönnu Birnu til takna, að hún hefir svarið við skegg spámannsins, að draga fremur jákvæða en neikvæða lærdóma af svaðilförinni sem hlaust af þorparanum Tona Ómos.
En versta ólán hennar er samt að hafa rekist á Stefán Eiríksson, þau eiga ekki saman, hafa erfiða strauma sem ganga á misvíxl. Því fór sem fór.
Jóhannes Ragnarsson, 9.1.2015 kl. 11:23
En nú skilur maður all. Hún er að bíða með að koma þangað til umboðsmaður er BÚIN AÐ SKILA INN ÁLITI SÍNU. Hún er sem sagt að KOMA SÉR UNDAN ÁBYRGÐINNI. Ja Svei attann!
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.1.2015 kl. 12:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.