Leita í fréttum mbl.is

Frú Ingveldur tekur heilshugar undir orð Vilhjálms læknis

kol50.jpgÍ kvöld flutti frú Ingveldur fyrirlestur að heimili sínu að viðstöddu fjölmenni. Umfjöllunarefni fyrirlestrar frú Ingveldar voru hinar rómuðu ,,líkamshengingar" sem nú um stundir njóta mikillar og almennrar hylli.

Í máli frú Ingveldar kom fram, að samkvæmt rannsókn sem hún hefir sjálf gert á fyrirbrigðinu, þá séu endemin sem hengja sig uppí loft á húðinni eintómir fáráðlingar, flestir með sódónískar kenndir, sem ætti tafarlaust að leggja inn á vitfirringahæli. Hinsvegar gæti hún ekki neitað því, að sumir einstaklingar, einkum karlkyns einstaklingar, ættu skilið að vera hengdir upp á hreðjunum, enda hefðu þau kvikindi til þess unnið. Um leið og frú Ingveldur lét þessi orð falla horfði hún fast á eiginmann sinn Kolbein Kolbeinsson, Brynjar Vondulykt, Indriða Handreð, Óla Apakött, Trugga Fokk og Haffa Frænku.

Enfremur bætti frú Ingveldur því við, að til væru kvensniptir, sem með framferði sínu, óguðlegu og siðferðilega spilltu, veitti ekki af að fá að hanga í lausu lofti á bölvuðu kviðskegginu. Það væru kerlingarskjáturnar, sem legðust með karlmönnum, sem þeim koma ekkert við, undir bifreiðum, á bekkjum almenningsgarða að kvöldlagi og í fjósflórum á milli mjalta.

Að fyrirlestri loknum fóru fyrrnefndir sexmenningar bak við hús til að ráða ráðum sínum. Þeim þókti nefnilega frú Ingveldur sneiða á svívirðilegan hátt að þeim í fyrirlestrinum; þetta væri semsé af hennar hálfu pungspark af síðustu sort. Er ljóst, að innanflokksátök munu á næstu vikum setja mark sitt á samkvæmi og heimilishald frú Ingveldar og eiginmanns hennar.


mbl.is Líkamshenging „algjör della“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband