Leita í fréttum mbl.is

Tveir ritsnillingar og skáld ráða sig á DV

skrattaskrifÞað er nú líkast til, að Eggert og Kolbrún séu að fá tvo blaðamenn á DV. Og ekki eru umræddir tveir blaðamenn af verri endanum. Báðir eru vel kynntir fyrir ritstörf og vinsældir þeirra dregur enginn í efa. Fyrri blaðamaðurinn er hinn dáði snillingur Máría Borgargagn sem ort hefur pássíusálma um dauða og pínu Hermanns Görings ríkismarskálks. Hinn blaðamaðurinn sem Ekkert og Kolbrún réðu til sín er Vigfús Jónsson frá Leirulæk, góður framsóknarmaður og dyggur, en hann hefir samið eitt fegursta ljóð sem sett hefir verið saman á íslenskri tungu og hefst á þessa leið:

Faðir og móðir furðu hvinn,
frændur og vinir bófar.
Ömmur báðar og afi þinn,
allt voru það þjófar.

Vera má að afköst Vigfúsar Jónssonar blaðamanns og skálds verði nokkuð í skötulíki á DV vegna þess að hann hefir legið í gröf sinni um hríð. En eflaust hleypur skáldmennið og frömuðurinn Kolbrún ritstjóri undir bagga með gamla manninum þegar í nauðir rekur og skrifar trúverðuga frétt í hans nafni um fegurð framsóknarkratisma með sterku auðvaldsbragði.


mbl.is Fá tvo nýja blaðamenn í vikunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Ingólfsson

Nú dámar mér ekki! Draugur Leirulækjar-Fúsa ráðinn í blaðamennsku! Batnar þá blaðabragurinn!

Helgi Ingólfsson, 12.1.2015 kl. 22:35

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þá bætist í "skáldaflóruna" á DV.  Ekki verða "fréttirnar" trúverðugri fyrir vikið......

Jóhann Elíasson, 13.1.2015 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband