Leita í fréttum mbl.is

Vill a.m.k. 100 tonn af Gústöfum Níelssonum

kind1.jpgJájá, nú bera framsóknargriðkurnar í borgarstjórn fyrir sig að þeim hafi ekki verið kunnugt um elskustig Gústafs okkar hérna til samkynhneigðra og því afi þótt farsælast að setja hann á ís um sinn. Það þýðir þá væntanlega, að griðkunum þyki ekkert athugavert við afstöðu Gústafs framsóknarhúskarls í öðrum málum. Þetta snotra leikrit er allt hin fróðlegasta og gefur ágæta vísbendingu um ærslafengin rassaköst húsbænda og hjúa í Framsóknarfjósinu.

Kolbeinn Kolbeinsson, skrifstofustjóri og framsóknarmaður, sagði í hádeginu, að félagi hans, Gútaf Níelsson, sé vænsti drengur, rétt hugsandi í alla staði og góður framsóknarmaður. Það séu einmitt fólk eins og Gústaf sem Framsóknarflokknum vanti sárlega á þessum erfiðu tímum. Og Kolbeinn bætti við af sinni alkunnu hógværð og miðjusæknu réttsýni, að hann hefði oft beðið Guð um að gefa Framsóknarflokknum í það minnsta 100 tonn af Gústöfum Níelssonum.

Því er við að bæta, að Framsóknarflokkurinn bauð Sjálfstæðisflokknum 650 milljónir í Óla Apakött og Brynjar Vondulykt, en frú Ingveldur kom því til leiðar innan Sjálfstæðisflokksins að tilboðinu var hafnað með þeirri athugasemd, að það væri útilokað að leiða frábærar mjólkurkýr inní Framsóknarfjósið til að láta klauffengna húskarla og ábyrgðarlausar mjaltakonur annast þær.


mbl.is Þekktu ekki til afstöðu Gústafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband