Leita í fréttum mbl.is

Fortakslaust mesta lágkúra sem heyrst hefur hér á landi

drunk14.jpgSannast sagna var síðasta Söngvakeppni sjónvarpsins fortakslaust mesta lágkúra í kveðandi er sést og heyrst hefir hér á landi. Og í samræmi við hryllinginn sem tónskáld og flytjendur buðu uppá sigraði lélegasta og verst flutta lagið. Þetta væri auðvitað gott og blessað ef ekki fylgdi með í kaupunum að þennan óviðjafnanlega óþverra á að veina og öskra á alþjóðlegum vettvangi í keppni við tónsmíðar frá menntuðum þjóðum; er mál manna að þarna sé í uppsiglingu mesta hneysa, ef ekkert verður að gert, sem yfir íslensku þjóðina hefir dunið að fornu og nýju.

ingv39.jpgJá það er ömurlegur vitnisburður um lágmenningu Íslendinga, að nú eigi að senda til útlanda skerandi vein, sem fram til þessa hafa verið eignuð stungnum grísum eða trylltu kvenfólki sem er að falla fyrir björg.

ingv5_1240253.jpgSíðstliðið mánudagskveld gerðust þau býsn þegar frú Ingveldur gekk örna sinna, að hún rak upp sambærileg vein og framin eru í vinningslaginu vegna þess að hún var með harðlífi. Kolbeinn maður hennar gaf kveinstöfum frú Ingveldar engann gaum því hann hélt að hún væri að syngja nýja júróvísíjónlagið. En fólkið í næsta húsi heyrði neyðarópin og hringdu unsvifalaust á lögregluna, því þau héldu að Kolbeinn væri að myrða eiginkonu sína. Skömmu síðar óðu fjórir strakassaðair lögregluþjónar inn til þeirra hjóna og handtóku Kolbein án frekara málalenginga og lokuðu hann inni, en hirtu ekki um frú Ingveldi hvar hún sat hljóðandi á salernisskálinni.


mbl.is Friðrik Dór fékk fleiri stig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband