Leita í fréttum mbl.is

Skipbrot Ríkisstjórnarinnar í stórvirkjunnar- og álæðismálum .

Það er ástæða, að óska Hafnfirðingum til hamingju með niðurstöðuna í álverskosningunni. Ég tek undir með Ögmundi Jónassyni, að í gær hafi orðið þáttaskil í langvarandi deilum um virkjanastefnu og efnahagsstefnu á Íslandi. Þó að atkvæðamunurinn hafi verið lítill, eru úrslitin skýr: fólk er búið að fá nóg af yfirgangi þeirra sem virðist ekkert heilagt þegar kemur að stórvirkjunum og álbræðslum; fólk er líka búið að fá nóg af því að búa stöðugt við illan grun um að álauðhringarnir fái raforku á Íslandi keypta við spottprís, eða hver er ástæðan fyrir skefjalausum áhuga álrisanna á viðskiptum við Íslenska ráðamenn? Þá er fólk, í auknum mæli, farið að skynja samhengið á milli hárra vaxta og þensluhvetjandi stóriðjubrölts. Og fólki ofbýður óduldar hótanir fulltrúa stórauðvaldsins í þá veru, að ef þeir fái ekki sínu framgengt loki þeir búllunni.

Stóriðju- og álæði Íslensku ríkisstjórnarinnar hefur beðið skipbrot, á þeirri braut verður varla haldið áfram í bráð.


mbl.is Ögmundur: Þáttaskil í deilum um virkjanastefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Lýðræðið er sigurvegari þessara kosninga. Samfylkingin hefur barist fyrir auknu beinu lýðræði og hér er sýnt í verki hvað er átt við. Ég tók ekki afstöðu í málinu en er afar ánægður með ferlið og vinnubrögðin.

Eggert Hjelm Herbertsson, 1.4.2007 kl. 13:01

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vonandi muna Hafnfirðingar og aðrir yfirlýsingar Jóns Sigurðsonar iðnaðarráðherra, en hann sagði í viðtali að þessi ákvörðun væri bara tímabundinn, það myndi breytast eftir 3 ár, þegar skipt hefði verið um ráðamenn í Firðinum.  Eða það var að heyra á mæli hans.  Þeir eru ekki hættir Framsóknarmennirnir síður en svo.  Fólk hvað ? lýðræði hvað ? það þvælist bara fyrir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.4.2007 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband