Leita í fréttum mbl.is

Og laufblöð trjánna titruðu

gun3.jpgÁ lækjarbakkanum nam kerlingarskrukkan staðar og hnusaði útí loftið eins og illa lynt búrtík. Svo gaut hún svínsglyrnum sínum niður í drullusvaðið sem hún stóð í og tautaði eitthvað við sjálfa sig. Þegar hún kom heim eftir langa mæðu, köld og grett, neytti eiginmaður hennar húsbóndavalds síns og flengdi hana eftir að hafa flett uppum hana skítugu pilsinu. Skömmu síðar gekk konan til náða, sæl og glöð.

Morguninn eftir glumdi við hræðilegur hvellur, rúða í stofuglugga sundraðist og kattarafmánin, sem laumaðist um lóðina lá eins og blóðug klessa í grasinu. Það var fingurinn á fyrrnefndri kerlingarskrukku sem tók í gikkinn á haglabyssunni. Manni hennar, sem lá eins og hvert annað óbermi undir sæng, varð svo hverft við er hann heyrði skotgnýinn að hann gerði í rúmið og sreið að því búnu undir það og lá þar sem nár væri í óþrifnaðinum úr sjálfum sér. Enn var úrkomusuddi og laufblöð trjánna titruðu þegar regndroparnir lentu á þeim.

Þegar lögreglan leiddi konugarminn úr húsi tuldraði hún sundurtættar slitrur úr löngu ljóði eftir þekktan ræfil: ,,Nú ek em klædd og kómin á ról, kalt er gjarnan á norðurpól. Kíki undir rúmið öll Kölska börn; þar karlinn minn liggur blauta með görn." Svo stytti upp og sólin fór að mynda sig við að skína.


mbl.is Vill ekki verða forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ég gæfi þér hæstu einkun fyrir söguna ef hún væri ekki hengd við þessa frétt tongue-out.....

Níels A. Ársælsson., 19.3.2015 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband