Leita í fréttum mbl.is

Hvaða róttækni er þetta fólk að tala um

fokkÞað er ekki laust við að manni finnist ólíklegasta fólk vera farið að taka sér orðið ,,róttækni" undarlega oft í munn og af litlu tilefni. Sigríður Ingibjörg talar t.d. um að nýafstaðinn skrípalandsfundur Samfylkingarinnar hafi verið snarpur, kröftugur og ,,róttækur" og Brýgýtta Jónsdóttir talar um að hugdetta hennar um kosningabandalag hinna fjögurra hægrisinnuðu flokka stjórnarandstöðunnar sé ,,róttæk"!

Fyrr má nú vera ,,róttæknin" atarna. Ummæli þessara tveggja pólitísku lukkuriddara benda til að nú eigi að gengisfella orðið ,,róttækni" svo um muni og að slepjulegar hægriklíkur með velferðarplástraívafi séu í þann veginn að fá nafnbótina ,,róttækur" útá ekki neitt.

Fyrir venjulegu fólki, sem horfir á pólitíkina úr hæfilegri fjarlægð, standa stjórnarandstöðuflokkarnir ekki fyrir neitt róttækt. Þeir eru undarlega langt til hægri miðað við uppruna þeirra, og uppskafningsháttur persóna og leikenda virðist næsta takmarkalaus. Tengsl þeirra við alþýðuna eru engin og tilfinning fyrir kjörum hennar lítil. Það eina sem þessi grey virðast hafa einhvern áhuga á er koma ákvæði um heimild til fullveldisafsal inní stjórnarskrána til hægt sé að svindla Íslandi inní auðvaldsbáknið ESB þar sem stórfyrirtæki og fjármagnseigendur ráða ríkjum.

Mig langar til að beina því til forsvarsmanna og félaga í stjórnarandstöðuflokkunum, að fara varlega í að nota orðin ,,róttækni" og ,,róttækur" svo að þau fari ekki með tímanum að merkja þokukennda uppskafningu eða eitthvað þaðan af verra.


mbl.is Undiraldan komin upp á yfirborðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og hér talar þú þó einu sinni í alvöru, Jói, og gerir það vel.

Jón Valur Jensson, 26.3.2015 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband